Fara beint í efnið
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stuðlar að framúrskarandi menntun og farsæld allra barna og ungmenna. Þetta gerir hún með öflugum stuðningi og markvissri þjónustu við leik-. grunn- og framhaldsskóla um land allt.

Innritun nýnema er lokið

Nú hafa nemendur og forsjáraðilar fengið upplýsingar varðandi innritun í framhaldsskóla fyrir næsta haust. Mörg hjörtu gleðjast yfir því að hafa fengið inni í sínum draumaskóla eða þeim skóla sem valinn var sem annar valkostur en svo eru einhver þar sem tilhlökkunin fyrir haustinu er blandin óvissu og efasemdum. Það eru alltaf einhver sem fá ekki inngöngu í annan þeirra skóla sem sótt var um og þau fá því úthlutað í þriðja skóla. Í slíkum tilfellum er eðlilegt að upplifa áðurnefnda óvissu en þó er mikilvægt að halda því á lofti að reynslan hefur sýnt að þær úthlutanir eru allajafna farsælar. Því er um að gera að takast á við komandi ferðalag af jákvæðni og með opnum huga.

Vegna þeirra sem fengu úthlutað í þriðja skóla eða hafa spurningar varðandi sína innritun er mikilvægt að koma eftirfarandi á framfæri:

  • Starfsfólk okkar getur ekki breytt niðurstöðum einstakra nemenda, þar sem innritun er að öllu leyti á forræði framhaldskólanna sjálfra.

  • Nemendur geta sent fyrirspurn til skólanna sjálfra með beiðni um að vera á biðlista ef svo ólíklega vill til að einhver sem hefur fengið úthlutað plássi þiggi það ekki.

  • Þó er vert að benda á að starfsfólk framhaldsskólanna er komið í sumarfrí og svör því ólíkleg fyrr en í ágúst.

Frekari upplýsingar má finna á innritun.is

Sjá stöðu umsóknar

Innritun

Hér má sækja um skólavist og skoða stöðu umsókna.

Leita í útgefnu námsefni

Færir þig inn á eldri síðu

Pantanir skóla

Hér komast skólar beint inn á pöntunarsíðu námsefnis

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Heim­il­is­fang

Víkurhvarfi 3
203 Kópavogi
Kennitala: 660124-1280

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@mms.is