Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stuðlar að framúrskarandi menntun og farsæld allra barna og ungmenna. Þetta gerir hún með öflugum stuðningi og markvissri þjónustu við leik-, grunn- og framhaldsskóla um land allt.
Íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar
Þau sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt gætu þurft að taka íslenskupróf til að sýna fram á íslenskukunnáttu.
Fréttir og tilkynningar
Orðsporskönnun
Á næstum dögum sendum við út könnun til að kanna orðspor okkar. Hún er send á alla okkar helstu hagaðila og vonumst við eftir góðri þátttöku. Það er mikilvægt fyrir okkur að heyra hvernig við stöndum okkur og hvaða stað við höfum í huga okkar hagaðila.
Enskukennarar á unglingastigi óskast í starfshóp
Nú stendur til hjá okkur að endurnýja námsefni í ensku á unglingastigi og þess vegna auglýsum við eftir enskukennurum á því stigi í starfshóp. Hlutverk starfshópsins verður að leggja fram tillögur um gerð á nýju námsefni í samvinnu við ritstjóra.