Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stuðlar að framúrskarandi menntun og farsæld allra barna og ungmenna. Þetta gerir hún með öflugum stuðningi og markvissri þjónustu við leik-, grunn- og framhaldsskóla um land allt.

Fréttir og tilkynningar
Hvernig kenni ég ritun?
Við höfum gefið út nýtt verkfæri fyrir kennara til að styðja við ritunarkennslu í grunnskólum landsins. Verkfærið hefur hlotið nafnið Ritunarramminn, en hann veitir kennurum leiðsögn varðandi ritunarkennslu og mat á ritun þannig þeir geti á skilvirkari hátt skipulagt ritunarkennslu sína og veitt nemendum endurgjöf sem gagnast þeim til aukinnar ritunarfærni.
Frístundalæsi – Stuðningur við mál og læsi á frístundaheimilum
Frístundalæsi er verkefni sem styður starfsfólk frístundaheimila við að efla mál og læsi barna í gegnum reynslunám, þar sem virk þátttaka er höfð að leiðarljósi.