Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stuðlar að framúrskarandi menntun og farsæld allra barna og ungmenna. Þetta gerir hún með öflugum stuðningi og markvissri þjónustu við leik-, grunn- og framhaldsskóla um land allt.
![](https://images.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/jZ5HRjxNg2jkJFULM4xoh/821e5856877df571a2fc325500b24feb/a4_logo.png)
Íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar
Þau sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt gætu þurft að taka íslenskupróf til að sýna fram á íslenskukunnáttu.
Fréttir og tilkynningar
492 þreyttu íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt
Dagana 18. nóvember til 2. desember sl. voru haldin íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt. 84% af þeim 492 sem þreyttu prófið stóðust þær grunnkröfur sem gerðar eru til íslenskukunnáttu fyrir íslenskan ríkisborgararétt. Prófin voru haldin í 24 lotum í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði en aldrei hafa fleiri verið skráð í þau.
Námskeið um Menningarmót og fjölbreytt tungumál í skóla- og frístundastarfi fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk
Á hverjum degi ganga börn og ungmenni út um dyrnar heima hjá sér með tungumál í hjartanu, heilanum og í farteskinu. Tungumál eru samofin menningu einstaklinga og geyma tilfinningar, minningar og visku um allt milli himis og jarðar. Hvernig nýtum við þessa tungumála- og menningarauðlind í íslensku skóla- og frístundastarfi? Hvernig opnum við gluggann að íslensku samfélagi og um leið að heiminum sem umkringir okkur, gegnum reynsluheim og tungumál barna og ungs fólks?