Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stuðlar að framúrskarandi menntun og farsæld allra barna og ungmenna. Þetta gerir hún með öflugum stuðningi og markvissri þjónustu við leik-, grunn- og framhaldsskóla um land allt.

Íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar
Þau sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt gætu þurft að taka íslenskupróf til að sýna fram á íslenskukunnáttu.
Fréttir og tilkynningar
Vel heppnuð námskeið um Samræðufélaga
Vikuna 27.-31. janúar voru haldin tvö námskeið um kennsluaðferðina og námsefnið Samræðufélagar (Talking Partners) hjá okkur í Vikurhvarfi, í samstarfi við Miðju Máls og læsis, Miðstöð Skólaþróunar og Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Úrslit Ljóðaflóðs
Vinátta og sterkar tilfinningar voru áberandi í ljóðum grunnskólanema í ljóðasamkeppninni Ljóðaflóði sem við stóðum fyrir í tilefni af degi íslenskrar tungu. Nemendur sömdu líka ljóð um náttúruna, skólann, jólin, drauga, ofbeldi, frið o.fl. Alls bárust 128 ljóð frá 17 skólum víðs vegar að af landinu, 68 ljóð frá unglingastigi, 39 frá miðstigi og 21 ljóð frá yngsta stigi.