Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stuðlar að framúrskarandi menntun og farsæld allra barna og ungmenna. Þetta gerir hún með öflugum stuðningi og markvissri þjónustu við leik-, grunn- og framhaldsskóla um land allt.
Íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar
Þau sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt gætu þurft að taka íslenskupróf til að sýna fram á íslenskukunnáttu.
Fréttir og tilkynningar
Tækifæri gervigreindar í menntun
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið. Með nýtingu stafrænna lausna er raunhæfara að ná því markmiði og stuðla að auknum gæðum í menntun, samræmingu og miðlun þekkingar á þessu sviði.
Við leitum að liðsauka við gerð stuðningsefnis fyrir aðalnámskrá grunnskóla
Við auglýsum eftir liðsauka við gerð stuðningsefnis fyrir greinasvið aðalnámskrár grunnskóla. Um tímabundið og afmarkað verkefni er að ræða sem varað gæti í um átta vikur, frá janúar til mars 2025. Að þessu sinni leitum við að liðsauka í gerð stuðningsefnis/námsmarkmiða fyrir upplýsinga- og tæknimennt og list- og verkgreinar (dans, leiklist, tónmennt, sjónlistir, heimilisfræði, hönnun og smíði og textílmennt). Verkefnahópar verða settir saman fyrir hverja námsgrein.