Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stuðlar að framúrskarandi menntun og farsæld allra barna og ungmenna. Þetta gerir hún með öflugum stuðningi og markvissri þjónustu við leik-, grunn- og framhaldsskóla um land allt.
Íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar
Þau sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt gætu þurft að taka íslenskupróf til að sýna fram á íslenskukunnáttu.
Fréttir og tilkynningar
Brautryðjendastarf í notkun gervigreindar til að skapa jöfnuð í menntun á Íslandi – Samhljómur við UNESCO 2025
Við, hjá Miðstöð menntunar, munum leiða innleiðingu gervigreindar í menntakerfinu. Innleiðingunni er ætlað að auka gæði í kennslu og námsárangri barna en öll nálgun styður við framtíðarsýn UNESCO 2025. Með því að nýta sterka innviði Íslands, og leita eftir samstarfi við alþjóðleg fyrirtæki á sviði gervigreindar, höfum við lagt af stað í þá mikilvægu vegferð að skapa fyrirmynd að nýtingu gervigreindar sem tryggir gæðamenntun fyrir öll börn.
492 þreyttu íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt
Dagana 18. nóvember til 2. desember sl. voru haldin íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt. 84% af þeim 492 sem þreyttu prófið stóðust þær grunnkröfur sem gerðar eru til íslenskukunnáttu fyrir íslenskan ríkisborgararétt. Prófin voru haldin í 24 lotum í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði en aldrei hafa fleiri verið skráð í þau.