Um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Við erum traust bakland fyrir skólastarf á Íslandi og stuðlum að framúrskarandi menntun og farsæld allra barna og ungmenna. Það gerum við með öflugum stuðningi og markvissri þjónustu við skólasamfélagið. Við vinnum að hagsmunum barna og trúum því að skólasamfélagið eigi að mæta barninu en ekki öfugt.
Verkefni Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
eru meðal annars að:
styðja, efla og samhæfa menntun, skólaþjónustu og annað skólastarf um land allt, meðal annars með almennri og sérhæfðri fræðslu
sjá nemendum í skyldunámi fyrir vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum, og öðrum nemendum eftir því sem stofnuninni kann að vera falið,
byggja upp og halda utan um aðferðir og úrræði fyrir skóla sem styðja við skólastarf og skólaþjónustu, þar á meðal gæðaviðmið, verkferla, verkfæri, matstæki og önnur tæki til skimana og athugana á einstaklingum eða hópum,
styðja við innleiðingu stefnumótunar stjórnvalda á sviði menntunar og farsældar barna og ungmenna, þar með talinni menntastefnu og aðalnámskráa.