Aðalnámskrá
Aðalnámskrár eru gefnar út af yfirvöldum menntamála. Gefnar eru út aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og listnámsskóla þ.e. tónlistarskóla og listdansskóla. Aðalnámskrár kveða á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs á landsvísu og útfæra nánar ákvæði laga um námsgreinar og námssvið.
Kynningarefni vegna kafla 7.15 og 16 í aðalnámskrá grunnskóla
Kynningarefni vegna kafla 7.15 og 16 í aðalnámskrá grunnskóla
Kafli 7.15 Trúar- og lífsskoðanir í fjölmenningarsamfélagi, er nýr í aðalnámskrá grunnskóla. Kaflinn er hluti af kafla 7 um nám og kennslu. Hverjum skóla er ætlað að útfæra efni 7. kafla nánar í skólanámskrá.
Kafli 16 Undanþágur frá aðalnámskrá, hefur verið endurskoðaður. Kaflinn tekur á frávikum frá skyldunámi, undanþágum frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein, viðurkenningu á námi utan grunnskóla, sjúkrakennslu, undanþágu frá skólasókn, óskýrðum fjarvistum og skólaforðun og öðrum leiðum til að uppfylla skólasókn.
Í kynningarefni þessu hafa áherslur kaflanna verið dregnar fram og settar í samhengi við ábyrgð og skyldur sveitarfélaga, skólastjóra, grunnskóla, foreldra og barna. Mikilvægt er að kynna sér ítarlega efni hvers kafla í aðalnámskrá grunnskóla á www.adalnamskra.is