Við auglýsum eftir liðsauka við gerð stuðningsefnis fyrir greinasvið aðalnámskrár grunnskóla.
Um tímabundið og afmarkað verkefni er að ræða sem varað gæti í um átta vikur, frá janúar til mars 2025. Að þessu sinni leitum við að liðsauka í gerð stuðningsefnis/námsmarkmiða fyrir upplýsinga- og tæknimennt og list- og verkgreinar (dans, leiklist, tónmennt, sjónlistir, heimilisfræði, hönnun og smíði og textílmennt). Verkefnahópar verða settir saman fyrir hverja námsgrein.