Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember næstkomandi efnir Miðstöð menntunar til ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð, í samvinnu við KrakkaRúv. Við hvetjum nemendur til að virkja sköpunarkraftinn og senda inn ljóð á fjölbreyttu formi. Það geta verið bundin ljóð og óbundin, ferskeytlur, limrur, hækur, tönkur, myndljóð o.fl., sannkallað ljóðaflóð!