Hvernig líkaði þér þjónustan hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu?
Okkur þætti vænt um að þú tækir þátt í stuttri könnun á upplifun þinni af þjónustu okkar Hlekkur á þjónustukönnun
Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
13. mars 2025
Frístundalæsi er verkefni sem styður starfsfólk frístundaheimila við að efla mál og læsi barna í gegnum reynslunám, þar sem virk þátttaka er höfð að leiðarljósi.
3. mars 2025
Um tímabundið og afmarkað verkefni er að ræða sem varað gæti í um átta vikur, á tímabilinu frá lok mars – lok maí 2025. Að þessu sinni leitum við að liðsauka í gerð stuðningsefnis/námsmarkmiða fyrir skólaíþróttir, stærðfræði, samfélagsgreinar og lykilhæfni.
27. febrúar 2025
Okkur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu langar að vekja athygli ykkar á námskeiðinu Tengjumst í leik sem haldið er hjá okkur í Víkurhvarfi 3. Námskeiðið er ætlað foreldrum og forsjáraðilum barna á aldrinum 2-12 ára.
18. febrúar 2025
Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt hefjast mánudaginn 12. maí 2025.
11. febrúar 2025
Í dag, 11. febrúar, er Alþjóðlegi netöryggisdagurinn haldinn hátíðlegur um heim allan. Í tilefni dagsins höfum við, í samvinnu við SAFT og Netumferðarskólann, gefið út veggspjald um falsfréttir, þar sem fjallað er um hvernig við getum lært að þekkja og meta sannleiksgildi upplýsinga á netinu.
3. febrúar 2025
Vikuna 27.-31. janúar voru haldin tvö námskeið um kennsluaðferðina og námsefnið Samræðufélagar (Talking Partners) hjá okkur í Vikurhvarfi, í samstarfi við Miðju Máls og læsis, Miðstöð Skólaþróunar og Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
28. janúar 2025
Vinátta og sterkar tilfinningar voru áberandi í ljóðum grunnskólanema í ljóðasamkeppninni Ljóðaflóði sem við stóðum fyrir í tilefni af degi íslenskrar tungu. Nemendur sömdu líka ljóð um náttúruna, skólann, jólin, drauga, ofbeldi, frið o.fl. Alls bárust 128 ljóð frá 17 skólum víðs vegar að af landinu, 68 ljóð frá unglingastigi, 39 frá miðstigi og 21 ljóð frá yngsta stigi.
24. janúar 2025
Við, hjá Miðstöð menntunar, munum leiða innleiðingu gervigreindar í menntakerfinu. Innleiðingunni er ætlað að auka gæði í kennslu og námsárangri barna en öll nálgun styður við framtíðarsýn UNESCO 2025. Með því að nýta sterka innviði Íslands, og leita eftir samstarfi við alþjóðleg fyrirtæki á sviði gervigreindar, höfum við lagt af stað í þá mikilvægu vegferð að skapa fyrirmynd að nýtingu gervigreindar sem tryggir gæðamenntun fyrir öll börn.
Dagana 18. nóvember til 2. desember sl. voru haldin íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt. 84% af þeim 492 sem þreyttu prófið stóðust þær grunnkröfur sem gerðar eru til íslenskukunnáttu fyrir íslenskan ríkisborgararétt. Prófin voru haldin í 24 lotum í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði en aldrei hafa fleiri verið skráð í þau.
23. janúar 2025
Þriðjudaginn 21. janúar stóðum við ásamt Barna- og fjölskyldustofu fyrir fræðslufundi undir yfirskriftinni: „Hvernig stuðlum við að inngildandi samfélagi fyrir börn og fjölskyldur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn?“
Þjónustuflokkar
Aðrir opinberir vefir