Markmið Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra er að stuðla að því að fólk sem notar íslenskt táknmál til samskipta geti sótt þjónustu í samfélaginu, á grundvelli íslensks táknmáls.
Táknmálstúlkun
Fólk sem notar íslenskt táknmál til samskipta í daglegu lífi, á rétt á þjónustu táknmálstúlks í samskiptum við opinbera aðila.
Táknmálskennsla
Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt og máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.
SHH myndsímatúlkun
Frá klukkan 9 til 16 virka daga getur táknmálsfólk fengið táknmálstúlkun á símtali í gegnum appið SHH myndsímatúlkun,
Appið er aðgengilegt í App Store og Play Store.
Fréttir
Lokað fyrir endurgjaldslausa túlkaþjónustu út mars
Fjármagn til endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á 1. ársfjórðungi 2025 er uppurið. Myndsímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 24. mars til og með 31. mars. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð. Túlkaþjónusta gegn gjaldi verður áfram veitt. Þriðjudaginn 1. apríl verður hægt að veita endurgjaldslausa túlkaþjónustu að nýju og þá opnar Myndsímatúlkun SHH aftur.
Ný myndbönd birt á Signwiki
Á dögunum birti Samskiptamiðstöð myndbönd af tveimur af elstu málhöfum íslenska táknmálsins sem til eru upptökur af. Þeir eru mikilvægir hlekkir í sögu döff og íslensks táknmáls á Íslandi. Þetta eru myndbönd af þeim Ragnari Erlendssyni og Þorsteini Þorgeirssyni.