Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
20. mars 2025
Fjármagn til endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á 1. ársfjórðungi 2025 er uppurið. Myndsímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 24. mars til og með 31. mars. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð. Túlkaþjónusta gegn gjaldi verður áfram veitt. Þriðjudaginn 1. apríl verður hægt að veita endurgjaldslausa túlkaþjónustu að nýju og þá opnar Myndsímatúlkun SHH aftur.
20. febrúar 2025
Á dögunum birti Samskiptamiðstöð myndbönd af tveimur af elstu málhöfum íslenska táknmálsins sem til eru upptökur af. Þeir eru mikilvægir hlekkir í sögu döff og íslensks táknmáls á Íslandi. Þetta eru myndbönd af þeim Ragnari Erlendssyni og Þorsteini Þorgeirssyni.
12. febrúar 2025
Í tilefni af degi íslensks táknmáls árið 2025 veitir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) Rudolfi Kristinssyni heiðursviðurkenningu SHH fyrir ómetanlegt framlag hans til varðveislu íslensks táknmáls.
11. febrúar 2025
Í tilefni af degi íslenska táknmálsins fengum við okkar allra bestu Táknmálseyju börn til liðs við okkur. Innilega til hamingju með dag íslensks táknmáls!
18. desember 2024
Starfsmenn SHH sóttu ráðstefnuna Everything is in our hands sem haldin var í Slóveníu
12. desember 2024
Táknmálsnámskeið vorið 2025
6. desember 2024
Vinnumálastofnun býður döff innflytjendum upp á framhaldsnámskeið í íslensku táknmáli.
5. desember 2024
Með þessari fallegu táknmálsútgáfu af jólalaginu Snjókorn falla senda táknmálsbörnin okkar í Táknmálseyju bestu óskir um gleðileg jól.
1. október 2024
Okkar bestu þakkir til ykkar allra sem heimsóttuð okkur á SHH í síðustu viku. Dásamlegt að hitta ykkur öll. Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að kíkja til okkar á Laugaveg 166 🙂
27. september 2024
Í stefnu Samskiptamiðstöðvar fyrir árin 2024-2026 kemur fram að reyna á að auka framboð af útgefnu táknmálsmenningarefni, þar á meðal með birtingu viðtala við málhafa íslensks táknmáls á SignWiki.