Áramóta- og afmæliskveðja
31. desember 2025
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra var stofnuð á gamlársdag árið 1990 og fagnar því 35 ára afmæli nú um áramót.

Samskiptamiðstöð heyrði upphaflega undir menntamálaráðuneyti, síðan mennta- og menningarmálaráðuneyti og nú menningarmálaráðuneyti en stofnunin málstöð íslensks táknmáls og mál og menning eru bundin órjúfanlegum böndum.
Samskiptamiðstöð hefur frá upphafi sinnt táknmálstúlkun, táknmálskennslu, táknmálsrannsóknum, táknmálsráðgjöf og ýmiss konar annarri táknmálsþjónustu í góðu samstarfi við táknmálsamfélagið á Íslandi.
Með þökk fyrir samstarfið á liðnum 35 árum og tilhlökkun fyrir áframhaldandi samstarfi í framtíðinni segjum við: Gleðilegt nýtt ár og til hamingju með 35 ára afmæli Samskiptamiðstöðvar.
