Græn skref
15. janúar 2026
Samskiptamiðstöð hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri.
Verkefnið miðar að því að gera rekstur ríkisstofana umhverfisvænni, efla umhverfisvitund og vellíðan starfsmanna og um leið spara í rekstri.
Nú hefur okkur tekist að klára fjögur skref af fimm Grænum skrefum.
Starfshópurinn Græn skref á Samskiptamiðstöð hefur staðið að baki verkefninu og þökkum við fyrir þeirra framtak. Allt starfsfólk stofnunarinnar hefur verið virkt í umhverfismálum með þátttöku sinni og tillögum að aðgerðum. Þetta hefur haft í för með sér aukna notkun umhverfisvænna samgangna, betri nýtni, ítarlegri flokkun, minni sóun og meiri umhverfisvitund starfsfólks.
Mikil endurskipulagning var við flutning stofnunarinnar á Laugaveginn þar sem sérstaklega var litið til umhverfismála.
Keyptar voru vottaðar kolefniseiningar í gegnum Sameinuðu þjóðirnar til að kolefnisjafna starfsemi stofnunarinnar.
Þær einingar verða nýttar til verkefnis í Gvatemala. Verkefnið er margþætt og má lesa um það hér:
https://offset.climateneutralnow.org/distribution-of-onil-stovesguatemala
Samskiptamiðstöð vinnur áfram að umhverfismálum og stefnir að því að ná öllum fimm Grænum skrefum.

