Táknmálstúlkun
Táknmálstúlkun er túlkun á beinum samskiptum tveggja eða fleiri aðila, þar sem a.m.k. einn aðili talar táknmál.
Meginmarkmið táknmálstúlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar er að stuðla að ríkari þátttöku og aðgengi táknmálsfólks að þjónustu sem víðast í þjóðfélaginu.
Táknmálstúlkar á Samskiptamiðstöð sinna táknmálstúlkun milli íslensks táknmáls og íslensku getur hún verið staðtúlkun, fjartúlkun og myndsímatúlkun.