Myndsímatúlkun er túlkun á símtölum milli táknmálstalandi og íslenskumælandi einstaklinga. Í myndsímtalinu er einnig túlkur sem er hlutlaus milliliður samtalsins.
Þjónustan er í boði milli klukkan 9 og 16 alla virka daga og ekki þarf að panta hana fyrirfram.
Hægt er að óska fyrirfram eftir sérstökum tíma í myndsímatúlkun, í forritinu, og reynt er að verða við þeim óskum sé þess kostur.
Í neyðartilvikum hafið samband við neyðarlínuna 112 sem sendir boð á túlk.
Allar sömu siða- og vinnureglur eru viðhafðar við myndsímatúlkun og táknmálstúlkun almennt.
Túlkunin fer fram í gegnum forritið myndsimatulkun.shh.is
Döff lætur þann sem hann er að tala við vita að hann tali í gegnum táknmálstúlk, annars lætur túlkurinn viðkomandi vita af því.
Ekki er boðið uppá að hringja í gjaldskyld símanúmer eða erlend símanúmer
Eingöngu er túlkað á milli íslensku og íslenskstáknmáls og öfugt
Hafðu tækið sem notað er í myndsímtalið kyrrt á stöðugu yfirborði. Ef þú ert á hreyfingu á meðan á samtalinu stendur versnar myndin enn frekar.
Reyndu að ná eins góðri lýsingu á þig og hægt er. Forðastu að hafa ljós á bak við þig sem beinist að myndavélinni.
Vertu með öfluga nettengingu.
Láttu vita að þú sért að tala í gegnum táknmálstúlk.
Táknaðu tölur og bókstafi skýrt og hægt.
Láttu það skýrt í ljós þegar þú vilt ljúka samtalinu.
Vertu vakandi fyrir umhverfi þínu þegar þú opnar fyrir myndavélina.Vertu t.d. örugg/t/ur um að allir sem eru í mynd viti af því.
Í neyðartilvikum eftir kl. 16 á virkum dögum og um helgar fer beiðni um táknmálstúlk í gegnum neyðarlínuna 112 sem sendir boð á þá túlka sem eru skráðir á útkallslista.
Gjald fyrir táknmálstúlkaþjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar. Að lágmarki er innheimt fyrir eina klukkustund, eftir það er innheimt fyrir hvern byrjaðan hálftíma.
Samskiptamiðstöð
innheimtir opinbera aðila, einkaaðila og einstaklinga fyrir túlkaþjónustu samkvæmt gjaldskrá
er heimilt að veita fólki sem reiðir sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi
Stærstur hluti þeirrar þjónustu sem veitt er í gegnum myndsímatúlkun er endurgjaldslaus túlkun í daglegu lífi og geta aðeins þeir sem reiða sig á íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta nýtt sér hana.