Gjaldskrá
Gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar er að finna hér:
Táknmálsnámskeið A1 og A2 dagnámskeið (30 klukkustundir hópkennsla, ásamt námsefni) – 39.750 kr.
Táknmálsnámskeið A1 og A2 kvöldnámskeið (30 klukkustundir hópkennsla ásamt námsefni) – 49.700 kr.
Fyrir táknmálsnámskeið af annarri lengd, á vegum stofnunarinnar, skal innheimta hlutfallslega miðað við stundafjölda.
Fyrir útselda vinnu starfsmanna Samskiptamiðstöðvar skal innheimta eftirfarandi:
Hefðbundið tímagjald -10.500 kr.
Aukið tímagjald -15.000 kr.
Aksturgjald innan höfuðborgar svæðisins - 2.500 kr.
Þurfi starfsmenn Samskiptamiðstöðvar að ferðast utan höfuðborgar svæðisins eða erlendis eru innheimt fargjöld starfsmanna samkvæmt reikningi og dagpeningar samkvæmt ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytis.
Lágmarksgjald vegna þjónustu á dagvinnutíma er ein klukkustund.
Lágmarksgjald vegna þjónustu utan dagvinnutíma skal innheimta að lágmarki sem nemur þriggja klukkustunda auknu tímagjaldið.
Samskiptamiðstöð er heimilt að veita táknmálsfólki endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi.
Táknmálstalandi einstaklingar geta óskað eftir táknmálstúlki í ýmsar aðstæður í daglegu lífi.
Samskiptamiðstöð er heimilt greiða vegna þess ferðakostnað táknmálstúlks utan Reykjavíkursvæðisins, á grundvelli sérstakrar fjárveitingar á fjárlögum ár hvert.
Við afgreiðslu beiðna á grundvelli þessarar heimildar skal gætt jafnræðis milli notenda þjónustunnar, með tilliti til þeirrar fjárveitingar sem til ráðstöfunar er á hverjum tíma.
Sé þörf á að afbóka pöntun um táknmálstúlkun þarf að senda tölvupóst á netfangið tulkur@shh.is með eftirfarandi upplýsingum:
Númer umsóknar
Nafn þess sem pantaði túlkunina
Dagsetning og tímasetning túlkunar
Afbóka þarf táknmálstúlkaþjónustu með 24 klukkustunda fyrirvara annars er rukkað lágmarksgjald sem samsvarar einni klukkustund skv. gjaldskrá.
Túlkun sem um hefur verið samið til lengri tíma þarf að segja upp með hálfs mánaðar fyrirvara.
Sé þörf á að túlkun á öðrum degi eða öðrum tíma dags þarf að skrá nýja pöntun. Ekki er tekið við pöntunum í gegnum fyrrgreint netfang.