Samstarf
Samstarf
Mennta- og menningarmálaráðherra skipar Málnefnd um íslenska táknmálið til fjögurra ára í senn í samræmi við 7. gr. laga nr. 61 frá 7. júní 2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.
Hlutverk Málnefndar um íslenska táknmálið er að stuðla að eflingu íslensks táknmáls, notkun þess í íslensku þjóðlífi, styrkja stöðu þess og virðingu og beita sér fyrir aðgerðum til varðveislu þess.
Við skipun nefndarinnar skal haft samráð við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Félag heyrnarlausra og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Samskiptamiðstöð hefur frá því nefndin var fyrst skipuð séð um fjárveitingu til nefndarinnar þrátt fyrir að Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sé skrifstofa nefndarinnar skv. lögum.
Ráðherra skipar fimm einstaklinga til setu í nefndinni og jafnmarga til vara.
Málnefnd um íslenska táknmálið er þannig skipuð, tímabilið 2020-2024:
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður
Rannveig Sverrisdóttir, varaformaður
Árni Ingi Jóhannesson
Árný Guðmundsdóttir
Hjördís Anna Haraldsdóttir
Samskiptamiðtöð hefur í gegnum tíðina tekið þátt í margskonar þróunarverkefnum.
Hér má sjá nokkur þeirra.
Rannsóknastofa í táknmálsfræðum er starfrækt við Háskóla Íslands og heyrir undir Hugvísindasvið.
Hún byggist á samstarfi Málvísindastofnunar og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Markmið Rannsóknastofu í táknmálsfræðum er að stuðla að auknum rannsóknum á táknmáli, táknmálssamskiptum, túlkun, málþroska táknmálstalandi barna og kennslufræði táknmáls og táknmálstúlkunar og samvinnu milli þeirra sem þær stunda til að tryggja sem besta nýtingu þekkingar og fjármuna.
Táknmálskennarar á Samskiptamiðstöð koma að kennslu í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands.