Táknmálsráðgjöf
Hlutverk ráðgjafa Samskiptamiðstöðvar er að þjónusta fjölskyldur táknmálsbarna og miðla upplýsingum til foreldra eða forsjáraðila þeirra.
Ráðgjafi Samskiptamiðstöðvar heimsækir fjölskyldur eftir þörfum.
Farið er yfir:
helstu samskiptaleiðir,
kennslu í íslensku táknmáli, sem tengjast sem daglegum athöfnum fjölskyldunnar
fræðslu um menningu döff.
Ráðgjafi SHH kemur fjölskyldum í samband við táknmálskennara og fjölskyldur geta sótt fjölskyldunámskeið í íslensku táknmáli á SHH þeim að kostnaðarlausu.