Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.

Tjón af völdum náttúruhamfara
Mikilvægt er að:
tilkynna tjón innan eins árs
taka ljósmyndir og varðveita skemmda muni
bíða með viðgerðir þar til NTÍ hefur lagt mat á tjónið

Fréttir og tilkynningar NTÍ
Almennu vátryggingafélögin annast tjónamat vegna sjávarflóða
Atburðir þar sem flóðbylgja frá sjó gengur skyndilega á land og veldur skemmdum eða eyðileggingu á vátryggðri eign teljast til náttúruhamfara sem NTÍ vátryggir gegn og því munu þau tjón sem urðu í sjávarflóðum helgarinnar verða skoðuð og metin á vegum stofnunarinnar og afstaða tekin til bótaskyldu.
Iðgjald hækkar til NTÍ
Alþingi samþykkti nýverið breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) sem felur í sér heimild stofnunarinnar til þess að hækka iðgjöld tímabundið um 50%.