Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
Tjón af völdum náttúruhamfara
Mikilvægt er að:
tilkynna tjón innan eins árs
taka ljósmyndir og varðveita skemmda muni
bíða með viðgerðir þar til NTÍ hefur lagt mat á tjónið
Fréttir og tilkynningar NTÍ
Svar við fyrirspurn um málefni NTÍ á Alþingi
Þann 10. apríl s.l. var lögð fram fyrirspurn á Alþingi til fjármála- og efnahagsráðherra um ástandsskoðun húseigna.
NTÍ og Fasteignafélagið Þórkatla hafa komið sér saman um forgangsröðun mála í Grindavík
Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) og Fasteignafélagið Þórkatla hafa komið sér saman um forgangsröðun mála í Grindavík. Hluti af þeim húsum sem Þórkatla hefur keypt á síðustu vikum í Grindavík hafa orðið fyrir tjóni vegna jarðhræringanna. Búið er að samþykkja kaup á um 720 íbúðarhúsum og talsverður hluti þeirra mun þurfa að fara í gegnum tjónamat hjá NTÍ og hluti hefur þegar farið í gegnum slíkt mat.