Þínar upplýsingar, þín réttindi
Hlutverk Persónuverndar er að gæta hagsmuna almennings þannig að mannréttindi séu ekki brotin við meðferð persónuupplýsinga. Persónuvernd sinnir eftirliti með vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.
Þú átt rétt á að fá að vita ef verið er að vinna með persónuupplýsingar um þig.
Fréttir og tilkynningar
Birting upplýsinga um einstaklinga sem koma fram fyrir hönd lögaðila teljist vinnsla persónuupplýsinga
Dómstóll Evrópusambandsins (CJEU) hefur kveðið upp mikilvægan úrskurð um persónuvernd í málinu L.H. gegn heilbrigðisráðuneyti Tékklands. Þar staðfestir dómstóllinn að birting nafna, undirskrifta og samskiptaupplýsinga einstaklinga sem koma fram fyrir hönd lögaðila telst vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarreglugerðinni.
Frumathuganir á vinnslu persónuupplýsinga hjá viðskiptabönkum og Reiknistofu bankanna
Persónuvernd lauk nýverið frumathugunum á vinnslu persónuupplýsinga í upplýsingakerfum sem Arion banki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf., Landsbankinn hf. og Reiknistofa bankanna hf. nota til þess að vinna persónuupplýsingar einstaklinga.