Almennar fyrirspurnir
Áður en almenn fyrirspurn er send til Persónuverndar er gott að hafa eftirfarandi í huga:
Á vefsvæði Persónuverndar er að finna fræðslu um flest þau málefni sem snerta persónuvernd. Mælt er með því að sú fræðsla sé skoðuð áður en fyrirspurn er send inn. Smellið á „Fræðsla eftir málaflokkum“.
Efst á síðunni er leitarvél sem er leitar á vefsvæði Persónuverndar og í öllu fræðsluefni stofnunarinnar.
Með svari við almennri fyrirspurn er ekki tekin afstaða til lagalegra álitaefna. Telji einstaklingur að brotið hafi verið á honum og óski hann eftir úrskurði stofnunarinnar, er honum bent á að
senda inn kvörtun. Þá er hægt að senda inn ábendingu um ætluð brot á persónuverndarlögum.
Hafir þú ekki fundið svör við fyrirspurn þinni á vefsvæði Persónuverndar getur þú sent inn almenna fyrirspurn.