Ábendingar
Ábending til Persónuverndar
Þú getur sent inn ábendingu til Persónuverndar um ætluð brot á persónuverndarlögum, óháð því hvort brotin varða þig eða aðra. Persónuvernd metur hvort ábending gefur tilefni til viðbragða, svo sem leiðbeininga eða eftirlitsaðgerða. Persónuvernd hefur ekki frumkvæði að því að upplýsa þig um framvindu og lyktir málsins. Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út. Einnig er hægt að hafa samband á fimmtudögum milli klukkan 9 og 12 í síma 510 9600.