Persónuvernd hefur notkun stafræns pósthólfs 1. janúar 2026
9. desember 2025
Frá og með 1. janúar 2026 birtast bréf frá Persónuvernd í stafrænu pósthólfi viðtakenda á Ísland.is. Þetta gildir um alla einstaklinga og lögaðila sem eru með útgefna kennitölu. Breytingin er liður í innleiðingu laga um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda, nr. 105/2021. Markmiðið með breytingunni er að bæta þjónustu og auka öryggi við sendingu gagna.

Persónuvernd mun birta öll útsend skjöl í eftirfarandi málum í stafrænu pósthólfi frá og með 1. janúar 2026:
Álitsbeiðnir
Endurupptökubeiðnir
Eftirfylgnimál
Frumathuganir
Frumkvæðisathuganir
Fyrirframsamráð
Gagna- og upplýsingabeiðnir
Kvartanir
Leiðbeiningar til ábyrgðar- og vinnsluaðila
Leyfi
Öryggisbrestir
Úttektir
Ef aðili máls hefur skráðan umboðsmann munu bréf málsaðila birtast í stafrænu pósthólfi umboðsmanns.
Hnipp og tilkynningar um ný bréf.
Á Mínum síðum á Ísland.is er hægt að skrá netfang og fá hnipp þegar bréf er birt í pósthólfinu.
Á Mínum síðum er einnig hægt að óska eftir að fá öll bréf send á pappírsformi á lögheimili samhliða birtingu í stafrænu pósthólfi. Hægt er að óska eftir sömu þjónustu með því að mæta á skrifstofu sýslumanna og framvísa skilríkjum.
Réttaráhrif bréfa sem send eru í pósti miðast samt sem áður við tíma birtingar í stafrænu pósthólfi.
Samskipti sem birtast með öðrum hætti en í stafrænu pósthólfi.
Sem stendur munu samskipti vegna eftirfarandi mála ekki vera birt í stafrænu pósthólfi:
Ábendingar
Beiðnir um fund
Fyrirspurnir
Umsagnarbeiðnir um lög og reglur
Vísindarannsóknir
Ítrekað er að framangreindar breytingar taka gildi 1. janúar 2026.
