Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Nánar um aðgang að þjónustu Sjónstöðvar.
Greiðsluþátttaka vegna kaupa á gleraugum eða linsum
Notendur þjónustu Sjónstöðvarinnar
Notendur þjónustu Sjónstöðvarinnar
Markmið Sjónstöðvarinnar er að auka möguleika blindra, sjónskertra og þeirra með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þátttöku í samfélaginu og veita þeim ráðgjöf.
Öll ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og í samráði við einstaklinga.
Ráðgjafar sinna sérkennsluráðgjöf, sjónmati, úthlutun og kennslu á hjálpartæki.
Ráðgjöf
Ráðgjöf
Ráðgjafar frá Sjónstöðinni veita fræðslu og ráðgjöf til þjónustu- og umönnunaraðila. Þeir geta:
heimsótt vinnustaði, skóla, stofnanir og heimili og lagt mat á aðstæður og aðgengi
komið með tillögur að úrbótum miðað við þarfir hvers og eins
Fréttir og tilkynningar
Sjónstöðin tekur þátt í þjónustukönnun ríkisstofnana
Sjónstöðin tekur um þessar mundir þátt í þjónustukönnun ríkisstofnana sem hefur þann tilgang að kanna viðhorf notenda til þjónustu stofnunarinnar og meta ánægju með opinbera þjónustu.
Laust starf þjónustufulltrúa hjá Sjónstöðinni
Laust er til umsóknar 100% starf þjónustufulltrúa hjá Sjónstöðinni - Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.