Fara beint í efnið
Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Nánar um aðgang að þjónustu Sjónstöðvar.

Notendur þjón­ustu Sjón­stöðv­ar­innar

Notendur þjónustu Sjónstöðvarinnar

Markmið Sjónstöðvarinnar er að auka möguleika blindra, sjónskertra og þeirra með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þátttöku í samfélaginu og veita þeim ráðgjöf.

  • Öll ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og í samráði við einstaklinga.

  • Ráðgjafar sinna sérkennsluráðgjöf, sjónmati, úthlutun og kennslu á hjálpartæki.

Ráðgjöf

Ráðgjöf

Ráðgjafar frá Sjónstöðinni veita fræðslu og ráðgjöf til þjónustu- og umönnunaraðila. Þeir geta:

  • heimsótt vinnustaði, skóla, stofnanir og heimili og lagt mat á aðstæður og aðgengi

  • komið með tillögur að úrbótum miðað við þarfir hvers og eins