Fara beint í efnið
Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Eldri borgarar

Öll ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og í samráði við einstaklinginn. Ráðgjafar frá Sjónstöðinni geta heimsótt heimili og stofnanir sé þess óskað. Lagt er mat á aðgengi og komið með tillögur að úrbótum sem miðar að því að auka sjálfstæði í athöfnum daglegs lífs.

Öllum blindum og sjónskertum eldri borgurum stendur til boða mat, kennsla og úthlutun á hjálpartækjum svo sem tölvutengdum tækjum og forritum, afþreyingarefni á punktaletri, gleraugum, stækkunarglerjum, hljóðspilara og hvítum stöfum.

Veitt er ráðgjöf um samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og gott samstarfi er við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, félagsþjónustu og hagsmunasamtök eins og Blindrafélagið.