Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna kaupa á gleraugum eða linsum

Þú getur átt rétt á endurgreiðslu vegna kaupa á glerjum eða linsum að uppfylltum skilyrðum.

Umgjarðir falla ekki undir greiðsluþátttöku ríkisins.

Almennt

Fullorðnir einstaklingar geta sótt um endurgreiðslu þriðja hvert ár vegna kaupa á sjónglerjum eða linsum ef þeir:

  • eru augasteinalausir (aphaki)

  • eru hánærsýnir (myopia gravis) 12 eða meira

  • háfjarsýnir (microphathalmia) 10 eða meira

  • eru með lausa augasteina (luxatio lentis)

  • þurfa á prismagleraugum að halda vegna tvísýni

  • þurfa að breyta gleraugnastyrk umtalsvert (að mati sérgreinalæknis í augnlækningum) vegna augnsjúkdóma eða skurðaðgerða, svo sem keiluglæru, eftir hornhimnuígræðslu eða nethimnulossaðgerð

Upphæðir

Upphæð endurgreiðslu fer eftir tegund og styrk glerja. Endurgreiðsla er aldrei hærri en helmingur verðs á keyptum glerjum.

Sækja um endurgreiðslu

Fylla þarf út umsókn með upplýsingum um:

  • tegund og styrk glerja,

  • upphæð glerja og dagsetningu kaupa,

  • nafn verslunar sem verslað var við,

  • endurgreiðslu upplýsingar.

Endurgreiðsla vegna kaupa á glerjum eða linsum

Fylgigögn með umsókn

  • Afrit af augnvottorði, sem tilgreinir styrk glerja.

  • Sundurliðuð kvittun sem sýnir verð glerja.

Sjónstöðin gæti kallað eftir frekari gögnum og hefur þá samband með tölvupósti.

Afgreiðslutími endurgreiðslu

Umsóknir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er eftir að öll fylgigögn hafa borist. Endurgreiðsla getur tekið allt að 4 vikur.

  • Í heimabanka er endurgreiðslan er merkt „Ríkissjóður Íslands“.

Lög og reglur

Þjónustuaðili

Sjón­stöðin

Ábyrgðaraðili

Sjón­stöðin