Greiðsluþátttaka vegna kaupa á gleraugum eða linsum fyrir börn
Öll börn yngri en 18 ára eiga rétt á greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á glerjum eða linsum.
Umgjarðir falla ekki undir greiðsluþátttöku ríkisins.
Upphæð og tíðni endurgreiðslu
Upphæð og tíðni endurgreiðslu fer eftir tegund og styrk glerja og eru ólíkar eftir aldri barns:
0 til 6 ára eiga rétt á greiðsluþátttöku tvisvar á ári.
7 til 12 ára eiga rétt á greiðsluþátttöku árlega.
13 til 17 ára eiga rétt á greiðsluþátttöku annað hvert ár.
Sækja um endurgreiðslu
Fylla þarf út umsókn um endurgreiðslu með upplýsingum um:
tegund og styrk glerja,
upphæð glerja og dagsetningu kaupa,
nafn verslunar sem verslað var við,
bankaupplýsingar.
Fylgigögn með umsókn:
Augnvottorð (sjónmæling) frá augnlækni eða sjóntækjafræðingi, sem tilgreinir tegund og styrk glerja.
Sundurliðuð greiðslukvittun sem sýnir verð glerja.
Sjónstöðin gæti þurft að kalla eftir frekari gögnum og hefur þá samband með tölvupósti.
Afgreiðslutími endurgreiðslu
Umsóknir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er eftir að öll fylgigögn hafa borist. Endurgreiðsla getur tekið allt að 4 vikur.
Í bankayfirliti er endurgreiðslan er merkt „Ríkissjóður Íslands“.
Lög og reglur
Þjónustuaðili
SjónstöðinÁbyrgðaraðili
Sjónstöðin