Um Sjónstöðina
Sjónstöð starfar samkvæmt lögum og heyrir undir Félagsmálaráðuneytið.
Þjónustan er háð tilvísun frá lækni.
Sjónstöðin þjónustar:
Sjónskerta með læknisfræðilega greiningu um að sjón er minni en 30% á betra auga, með venjulegum sjónglerjum, og sjónsvið innan við 20 gráður, eða starfrænt mat sýnir erfiðleika vegna sjónskerðingar við lestur 10 punkta leturs með venjulegum sjónglerjum.
Blinda með læknisfræðilega greiningu um að sjón sé minni en 5% með venjulegum sjónglerjum og innan við 10 gráðu sjónsvið.
Einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (daufblindir), sem takmarkar athafnasemi og þátttöku í samfélaginu í slíkum mæli að þörf sé á sértækri þjónustu og aðlaga þarf umhverfi eða nýta sérstakan tæknibúnað til að mæta þörfum viðkomandi.