Stefnur
Stefnur sem Sjónstöðin vinnur eftir.
Loftslagsstefna Sjónstöðvarinnar
Framtíðarsýn:
Sjónstöðin stefnir á að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum með því að vera meðvituð um þau umhverfisáhrif sem rekstur stofnunarinnar hefur og með því halda neikvæðum umhverfisáhrifum í lágmarki. Slíkt stuðlar að vellíðan starfsfólks og notenda þjónustunnar.
Stofnunin leggur sitt af mörkum til að uppfylla skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt Parísarsamkomulaginu.
Sjónstöðin fylgir lögum og reglum sem gilda um umhverfis- og loftslagsmál og byggir stefnan okkar á stefnu og aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda á sviði loftslagsmála.
Stefnan nær til samgangna, orkunotkunar og úrgangsmyndunar á vegum Sjónstöðvarinnar. Stefnan nær yfir alla starfsemi Sjónstöðvarinnar, bæði í húsnæði stofnunarinnar að Hamrahlíð 17 og við ráðgjafarþjónustu utan þess
Markmið og aðgerðir loftslagsstefnu Sjónstöðvarinnar er eftirfarandi:
Fram til 2030 mun Sjónstöðin draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um samtals 30% á stöðugildi miðað við árið 2022.
Kolefnisjafna allt flug frá 2026.
Hafa umhverfismarkmið að leiðarljósi við öll innkaup til rekstrar.
Uppfylla skilyrði allra 5 skrefa verkefnisins grænna skrefa í ríkisrekstri við lok árs 2027.
Halda fræðslu fyrir starfsfólk um umhverfismál að lágmarki tvisvar sinnum á ári
Gildissvið:
Stefna þessi tekur til umhverfisáhrifa af rekstri Sjónstöðvarinnar og varðar starfsfólk stofnunarinnar og skal vera liður í daglegu starfi hennar.
Umfang:
Umhverfis- og loftslagsstefna Sjónstöðvarinnar tekur mið af:
leiðbeiningum Umhverfisstofnunar um loftslagsstefnur opinberra aðila
skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu
aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum
verkefninu Grænum skrefum.
Eftirfylgni:
Forstjóri ber ábyrgð á þeim markmiðum sem sett eru fram í loftslagsstefnu. Stofnunin setur sér aðgerðaáætlun í gegnum grænt bókhald þar sem teknir eru fram þýðingarmestu þættir í rekstri stofnunarinnar sem hefur áhrif á umhverfið. Umhverfis- og loftslagsstefnan er rýnd árlega í samstarfi við teymi um græn skref. Niðurstöðum græns bókhalds er miðlað á heimasíðu Grænna skrefa.
Endurskoðað 26.11.2025