Hlutverk embættis landlæknis er að stuðla að heilbrigði landsmanna, meðal annars með góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.

Starfsleyfi og vottorð
Embætti landlæknis veitir heilbrigðisstarfsfólki starfsleyfi og gefur út vottorð sem staðfesta gild starfsleyfi.

Rekstur heilbrigðisþjónustu
Embætti landlæknis gefur út staðfestingu á að rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar lágmarkskröfur.

Ráðleggingar um mataræði
Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Ráðlagt er að auka neyslu grænmetis, ávaxta, fisks og heilkornavara. Mælt er með lítilli neyslu á rauðu kjöti og að takmarka neyslu á unnum vörum sem innihalda mikinn viðbættan sykur, mettaða fitu og salt.

Bólusetningar
Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlega smitsjúkdóma. Almennar upplýsingar um bólusetningar, um bóluefni, þá sjúkdóma sem bólusett er við og aukaverkanir bólusetninga.
Mælaborð
Ýmis tölfræði um lýðheilsu og starfsemi heilbrigðisþjónustu er aðgengileg í gagnvirkum mælaborðum. Undirstaða mælaborðanna eru gögn í heilbrigðisskrám og könnunum embættisins.
Fréttir og tilkynningar
Farsóttafréttir eru komnar út - Mars 2025
Í Farsóttafréttum að þessu sinni er fjallað um alþjóðlegan berkladag 2025 og matartengdar sýkingar á þorrablótum í upphafi árs.
Ójöfnuður í farsæld barna: Líðan, tengsl og öryggi eftir mati á fjárhagslegri stöðu
Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar hefur verið gefið út. Greinarhöfundar eru Sigrún Daníelsdóttir og Andrea G. Dofradóttir