Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitir viðtöku fyrsta spilastokknum sem tileinkaður er Riddurum kærleikans og Minningarsjóði Bryndísar Klöru á málþingi á Alþjóðlega hamingjudeginum sem haldið er í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 13:00 í dag, fimmtudaginn 20. mars, undir yfirskriftinni Kærleikur og samkennd – mikilvægi félagslegra tengsla fyrir hamingju og velsæld.