Sýklar geta átt uppruna sinn eða borist í matvæli og náð að fjölga sér á ýmsum stigum matvælakeðjunnar, sem sagt við ræktun á býli, við slátrun, hjá framleiðanda sem vinnur eða pakkar inn vöru, við dreifingu matvæla (kælikeðjan) og við framreiðslu. Sumir þessara sýkla geta myndað eiturefni og valdið matareitrun.