Fara beint í efnið

Landlæknir gefur út staðfestingu á að rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar lágmarkskröfur og önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöf. Mikilvægt er að tilkynningar og umsóknir séu vel útfylltar og að þeim fylgi öll tilskilin gögn þar sem umbeðin gögn eru forsenda þess að landlæknir geti metið hvort hægt sé að staðfesta að reksturinn teljist uppfylla faglegar lágmarkskröfur.

Staðfesting á að rekstraraðili uppfylli faglegar lágmarkskröfur er ekki gefin út fyrr en öll tilskilin gögn liggja fyrir og að engar frekari kröfur eru gerðar af hálfu embætti landlæknis.

Markmið embættisins er að vinnsla tilkynninga hefjist ekki síðar en 6-8 vikum eftir að þær berast og öll gögn liggja fyrir. Afgreiðslutími er breytilegur eftir umfangi. Ekki er unnt að verða við óskum um flýtimeðferð einstakra mála.

Fyrirspurnir um rekstur heilbrigðisþjónustu skal senda á netfangið: rekstur@landlaeknir.is

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis