Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráning í heilbrigðisþjónustu

Umfangsmikil skráning fer fram í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og er hún hluti af reglubundnu starfi fjölmargra heilbrigðisstétta. Skráðar eru upplýsingar um aðsókn að heilbrigðisþjónustu, heilsuvanda skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar, úrlausnir heilbrigðisstarfsmanna, svo sem lyfjaávísanir, skurðaðgerðir og fleira.

Upplýsingar eru meðal annars skráðar í sjúkraskrá, en sjúkraskrá er safn sjúkragagna um einstakling sem verður til vegna samskipta hans við heilbrigðiskerfið.

Hluti þessara gagna, til dæmis sjúkdómsgreiningar, er skráður með stöðluðum hætti og eru notuð til þess kóðuð flokkunarkerfi. Kveðið er á um skyldu til færslu sjúkraskrár í lögum um sjúkraskrá nr. 55/2009. Þar er meðal annars tilgreint hvaða meginflokka upplýsinga skuli að lágmarki skrá í sjúkraskrá. 

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis