Fara beint í efnið

Skráning í heilbrigðisþjónustu

Lágmarksskráning í heilbrigðisþjónustu

Samræmd skráning heilbrigðisstarfsfólks er forsenda þess að hægt sé að gera raunhæfan samanburð á þeirri þjónustu sem veitt er í heilbrigðiskerfinu. Á þetta við um samanburð á milli stofnana innanlands og ekki síður þegar um alþjóðasamanburð er að ræða.

Fyrirmæli um lágmarksskráningu

Heilbrigðisráðherra staðfesti ný fyrirmæli landlæknis um lágmarksskráningu í heilbrigðisþjónustu í lok september 2024 og voru þau birt með auglýsingu á vef Stjórnartíðinda 31. október 2024.

Í þessari útgáfu eru fyrri fyrirmæli sem annars vegar voru fyrir sjúkrahús og hins vegar fyrir heilsugæslu og læknastofur sameinuð í ein fyrirmæli sem gilda frá 1. október 2024. Haft var að leiðarljósi að halda megingildum fyrri fyrirmæla, ekki krefjast óþarfa skráningar, halda í einfaldleika skráningar, nota kóðaðar upplýsingar eins og hægt er og hafa breytingar á starfsemi heilbrigðisþjónustunnar til hliðsjónar svo sem breytingar á lögum, aukna rafræna skráningu, rafrænar gagnasendingar og aukna nýtingu gagna í heilbrigðisskrám.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis