Skráning í heilbrigðisþjónustu
Gæðastjórar
Árið 2012 óskaði embættið eftir því að hver heilbrigðisstofnun og læknastofa tilnefndi gæðastjóra skráningar á heilbrigðisupplýsingum á sinni stofnun/læknastofu. Góð viðbrögð voru við þessum tilmælum og hafa gæðastjórar frá öllum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum verið tilnefndir, svo og hjá flestum læknastofum.
Hlutverk gæðastjóra
Er tengiliður stofnunar/læknastofu við embætti landlæknis um málefni er varða gæði skráningar á heilbrigðisupplýsingum.
Stuðlar að því að skráning í sjúkraskrá sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og tilmæla um lágmarksskráningu í heilbrigðisþjónustu (í samráði við ábyrgðar- og umsjónaraðila sjúkraskrár, ef annar aðili).
Miðlar og innleiðir ferla sem lúta að stöðlum og samræmdri skráningu (verklagsreglur og leiðbeiningar), t.d. með reglubundinni kennslu til allra starfsmanna sem skrá í sjúkaskrá.
Miðlar áfram ábendingum embættis landlæknis um úrbætur er varða skráningu.
Sér um innri úttekt á gæðum skráningar í samræmi við ákvæði laga og reglna.
Miðlar upplýsingum til embættis landlæknis um þörf á stuðningi embættisins og leiðbeiningum um samræmda skráningu í heilbrigðisþjónustu.
Gæðastjórar heilbrigðisstofnana og læknastofa funda reglulega með starfsmönnum embættisins. Eitt af fyrstu verkefnum hópsins var að samræma verklagsreglur og leiðbeiningar um skráningu í sjúkraskrá, endurskoða sniðmát í heilsugæslu og útbúa kennslugátlista.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis