Staðfesting skráningar á skráningarskyldum atvinnurekstri á grundvelli reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti sbr. reglugerð nr. 830/2022 (ef við á).
Staðfesting frá Geislavörnum ríkisins sbr. lög um geislavarnir (ef við á).
Svar frá Lyfjastofnun um tilhögun og geymslu lyfja.
Verklag varðandi svæfingar/slævingar.
Verklag varðandi sóttvarnir.
Verklag við innra- og ytra eftirlit með dauðhreinsibúnaði sbr. kröfur um sótthreinsun og dauðhreinsun áhalda.
Verklag varðandi förgun sóttmengaðs úrgangs sbr. reglugerð um meðhöndlun úrgangs.
Rökstuðningur sem sýnir fram á réttmæti notkunar fjarheilbrigðisþjónustu í stað nærþjónustu, m.a. með því að tilgreina forsendur fyrir notkun fjarþjónustu, afmörkun hennar, innihald, sjúklingaval og fyrirkomulag. Einnig hvernig öryggi sjúklinga sé tryggt með aðgengi þeirra að þjónustunni.
Fræðigreinar eða heimildir. Þegar um er að ræða fjarþjónustu sem er nýjung innan viðkomandi heilbrigðisgreinar er rétt að leggja fram gögn, ef til eru, um rannsóknir eða úttektir sem styðja við notkun fjarheilbrigðisþjónustu innan greinarinnar.
Staðfesting á öryggisúttekt frá viðurkenndum aðila.
Lýsing á tæknilegri lausn sem nota á við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu.
Skila þarf inn læknisvottorði, sem er ekki eldra en sex mánaða, sem vottar að umsækjandi sé andlega og líkamlega fær um að stunda þá starfsemi sem undanþágan tekur til.
Skila þarf inn yfirliti og gögnum um endurmenntun, námskeið og/eða annað sem staðfestir viðhald faglegrar þekkingar, faglegrar færni og að umsækjandi hafi tileinkað sér nýjungar sl. ár.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknisÞjónustuflokkar