Rökstuðningur sem sýnir fram á réttmæti notkunar fjarheilbrigðisþjónustu í stað nærþjónustu, m.a. með því að tilgreina forsendur fyrir notkun fjarþjónustu, afmörkun hennar, innihald, sjúklingaval og fyrirkomulag. Einnig hvernig öryggi sjúklinga sé tryggt með aðgengi þeirra að þjónustunni.
Fræðigreinar eða heimildir. Þegar um er að ræða fjarþjónustu sem er nýjung innan viðkomandi heilbrigðisgreinar er rétt að leggja fram gögn, ef til eru, um rannsóknir eða úttektir sem styðja við notkun fjarheilbrigðisþjónustu innan greinarinnar.
Staðfesting á öryggisúttekt frá viðurkenndum aðila.
Lýsing á tæknilegri lausn sem nota á við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu.