Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fjarheilbrigðisþjónusta

Umsókn um veitingu fjarheilbrigðisþjónustu

Skilyrði fyrir því að geta sótt um veitingu fjarheilbrigðisþjónustu er að vera með staðfestan rekstur frá embætti landlæknis.

Þeir sem hyggjast veita heilbrigðisþjónustu með fjarheilbrigðistækni er skylt að sækja um það sérstaklega. Óheimilt er að hefja starfsemina fyrr en landlæknir hefur staðfest að reksturinn uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöfinni.

Með tilkynningunni skulu fylgja fullnægjandi upplýsingar um starfsemina, þar með talið:

  • Rökstuðningur sem sýnir fram á réttmæti notkunar fjarheilbrigðisþjónustu í stað nærþjónustu, meðal annars með því að tilgreina forsendur fyrir notkun fjarþjónustu, afmörkun hennar, innihald, sjúklingaval og fyrirkomulag. Einnig hvernig öryggi sjúklinga sé tryggt með aðgengi þeirra að þjónustunni.

Þá er áréttað að rekstur heilbrigðisþjónustu, þar með talið fjarheilbrigðisþjónustu, ber að uppfylla faglegar lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu samanber lög um heilbrigðisþjónustulög um landlækni og lýðheilsureglugerð um eftirlit landlæknis með rekstri heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfurfyrirmæli landlæknis um upplýsingaöryggi við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu og fyrirmæli landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis