Fara beint í efnið

Gæðavísar eru tölulegir mælikvarðar, t.d. hlutfall eða prósentutala, sem geta gefið vísbendingar um gæði og öryggi, sem tengjast ferlum, skipulagi og árangri í heilbrigðisþjónustu. Gæðavísar þurfa að falla undir viðmið sem koma fram í reglugerð um gæðavísa.

Gæðavísar er einn af fjórum lykilþáttum áætlunar um gæðaþróun sem felur í sér leiðbeiningar um verklag við veitingu heilbrigðisþjónustu.

Samanburður á alþjóðavísu er birtur hjá OECD - Health at a Glance.

Heilbrigðisþjónustan er metin með gæðavísum

Markmið gæðavísa er að fylgjast með gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að því að þessir þættir séu sýnilegir þannig að hægt sé að meta þjónustuna. Hægt er að nota gæðavísa, bæði við innra og ytra eftirlit til að meta hvort gæði og öryggi þjónustunnar séu í samræmi við viðurkennda faglega staðla og viðmið.

Ennfremur geta gæðavísar aukið gæðavitund og stuðlað þannig að umbótum innan heilbrigðisþjónustunnar.

Framsetning gæðavísa

Niðurstöður gæðavísa þurfa að vera öllum aðgengilegar svo hægt sé leggja mat á gæði og öryggi þjónustunnar og veitendur heilbrigðisþjónustu geti unnið að stöðugum umbótum á starfsemi sinni.

Algengt er að niðurstöður gæðavísa séu birtar á vef þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu.

Spurningar sem veitendur heilbrigðisþjónustu þurfa að spyrja sig varðandi gæðavísa

  • Hafa verið birtir mælikvarðar um gæði og öryggi viðkomandi heilbrigðisþjónustu?

  • Hafa niðurstöðurnar verið nýttar í umbótastarfi?

Dæmi um gæðavísa í heilbrigðisþjónustu

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis