Gæðavísar eru tölulegir mælikvarðar, t.d. hlutfall eða prósentutala, sem geta gefið vísbendingar um gæði og öryggi, sem tengjast ferlum, skipulagi og árangri í heilbrigðisþjónustu. Gæðavísar þurfa að falla undir viðmið sem koma fram í reglugerð um gæðavísa.
Gæðavísar er einn af fjórum lykilþáttum áætlunar um gæðaþróun sem felur í sér leiðbeiningar um verklag við veitingu heilbrigðisþjónustu.
Samanburður á alþjóðavísu er birtur hjá OECD - Health at a Glance.
Heilbrigðisþjónustan er metin með gæðavísum
Markmið gæðavísa er að fylgjast með gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að því að þessir þættir séu sýnilegir þannig að hægt sé að meta þjónustuna. Hægt er að nota gæðavísa, bæði við innra og ytra eftirlit til að meta hvort gæði og öryggi þjónustunnar séu í samræmi við viðurkennda faglega staðla og viðmið.
Ennfremur geta gæðavísar aukið gæðavitund og stuðlað þannig að umbótum innan heilbrigðisþjónustunnar.
Framsetning gæðavísa
Niðurstöður gæðavísa þurfa að vera öllum aðgengilegar svo hægt sé leggja mat á gæði og öryggi þjónustunnar og veitendur heilbrigðisþjónustu geti unnið að stöðugum umbótum á starfsemi sinni.
Algengt er að niðurstöður gæðavísa séu birtar á vef þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu.
Spurningar sem veitendur heilbrigðisþjónustu þurfa að spyrja sig varðandi gæðavísa
Hafa verið birtir mælikvarðar um gæði og öryggi viðkomandi heilbrigðisþjónustu?
Hafa niðurstöðurnar verið nýttar í umbótastarfi?
Dæmi um gæðavísa í heilbrigðisþjónustu
Dæmi um almenna gæðavísa
Niðurstöður þjónustukannana meðal notenda þjónustunnar
Biðtími (s.s. tafir á útskrift, biðlistar eftir tilteknum aðgerðum, biðtími eftir meðferð)
Starfsemistölur (fjöldi koma, fjöldi lega, meðallegutími)
Fjöldi atvika
Mönnun og samsetning starfsfólks
Þættir er varða starfsfólk, s.s. starfsmannavelta, veikindahlutfall og stunguóhöpp
Öryggisreglur – til staðar og þeim fylgt
Tíðni byltna
InterRAI gæðavísar eru notaðir til að fylgjast með og þróa gæði í umönnun á hjúkrunarheimilum. Dæmi um interRAI-gæðavísa eru: Algengi byltna, þunglyndiseinkenna, þvagfærasýkinga, þyngdartaps, daglegra líkamsfjötra/öryggisútbúnaðar, lítillar eða engrar virkni og þrýstingssára.
Stöðluð gæðaviðmið eru til fyrir einstaka gæðavísa sem taka mið af aðstæðum á Íslandi og byggja á vísindalegri þekkingu. Embætti landlæknis hefur beint þeim tilmælum til stjórnenda hjúkrunarheimilanna að þau nýti sér þessi viðmið til að fylgjast með gæðum þjónustunnar og grípa til umbóta á grunni þeirra. Sjá nánar: InterRAI-gæðavísa.
Lyfjagæðavísar eru fyrir hendi á hjúkrunarheimilum og nýtast til innra og ytra eftirlits og umbótastarfs. Lyfjagæðavísar snúa að öryggi lyfjameðferðar, gagnsemi lyfja, heildarnotkun ákveðinna lyfja og hagkvæmni meðferðar. Sjá nánar upplýsingar um lyfjagæðavísa.
Íslensk gæðaviðmið
Gæðaviðmið fyrir einstaka gæðavísa eru sýnd í töflunni hér að ofan. Þar koma fram bæði efri og neðri gæðaviðmið hvers gæðavísis. Viðmiðin eru skilgreind á eftirfarandi vegu:
Lélegt gæðaviðmið (efri mörk) er það viðmið sem talið er lýsa vandamáli sem er til staðar varðandi umönnun og meðferð íbúans. Þetta viðfangsefni þarf að kanna frekar og þarfnast umbóta.
Gott gæðaviðmið (neðri mörk) er það viðmið sem talið er lýsa góðri eða framúrskarandi umönnun og meðferð. Þar þarf að vinna að því að viðhalda þeim gæðum og ef unnt er að bæta þau enn frekar.
Gæðaeftirlit
Í tengslum við gæðaviðmiðin hefur verið unnið hjálparskjal þar sem hægt er að setja inn upplýsingar úr interRAI-gæðavísunum þannig að hægt er að sjá í fljótu bragði hvar heimilin standa varðandi íslensku gæðaviðmiðin.
Í skjalinu eru sett upp línurit fyrir alla 20 gæðavísana sem notaðir eru á Íslandi. Í fyrirsögn línuritanna er hver gæðavísir merktur með númeri sem er það sama og í RAI-forritinu. Sumir eru einnig stjörnumerktir, en það eru þeir gæðavísar sem taldir eru vera bestir til að bera saman á milli hjúkrunarheimila.
Aðeins einn gæðavísir er á hverri síðu og er nafn hans og númer á flipanum fyrir síðuna. Vakin er athygli á því að á fyrstu síðunni eru leiðbeiningar um notkun skjalsins.
Embætti landlæknis hefur beint þeim tilmælum til stjórnenda hjúkrunarheimila að þau nýti sér þessi viðmið til að fylgjast með gæðum þjónustunnar og grípi til umbóta á grunni þeirra.
Einnig notar embættið þessi viðmið til að fylgjast með gæðum þjónustu á hjúkrunarheimilum.
Dæmi um gæðavísa á sjúkrahúsum
Fylgikvillar eftir aðgerð
Aðskotahlutur skilinn eftir í aðgerð
Blóðborinn sýking eftir aðgerð
Fylgikvillar svæfingar
Lærleggshálsbrot í kjölfar aðgerðar
Fjöldi endurinnlagna
Sýkingatíðni (spítalasýkingar)
Biðtími á sjúkrahúsi eftir aðgerð vegna mjaðmarbrots (65 ára og eldri)
Biðtími eftir meðferð vegna “stroke” (door-to-needle time)
Burðarmálsdauði
Spangarskaði eftir fæðingu
Fjöldi atvika er tengjast blóð- og blóðhlutagjöf
Blóðþurrð í hjarta, tíðni andláta innan 30 daga sjúkrahúslegu
Tíðni þrýstingssára
Heildarhjúkrunarstundir pr. sjúkling/sólarhring
Brestur á björgun (failure to rescue)
Nauðungarvistun á geðdeild
Niðurstöður þjónustukannana
Dæmi um gæðavísa á skurðstofnum utan sjúkrahúsa
Aðgengi
Biðtími eftir fyrstu komu
Biðtími frá því að aðgerð er ákveðin og þar til hún er tímasett
Aðgengi utan dagvinnutíma
Ferill
Hlutfall afbókaðra aðgerða
Seinkuð útskrift
Hlutfall nýrra sjúklinga
Fylgikvillar
Hlutfall (%) óráðgerðra endurkoma á skurðstofu sama dag og aðgerð var gerð
Hlutfall (%) óráðgerðra dvala yfir nótt eftir aðgerð
Hlutfall (%) óráðgerðra endurkoma sjúklings á skurðstofu eða sjúkrahús
Hlutfall (%) óráðgerðra endurinnlagna sjúklings á skurðstofu eða sjúkrahús
Sýkingatíðni
Viðhorf til þjónustu
Niðurstöður þjónustukannana
Sjá nánar: The International Association for Ambulatory Surgery
Dæmi um gæðavísa á starfsstofum heilbrigðisstarfsfólks
Biðtími
Hlutfall nýrra sjúklinga
Aðgengi utan dagvinnutíma
Starfsemistölur (s.s. fjöldi koma)
Fjöldi atvika
Niðurstöður þjónustukannana meðal notenda þjónustunnar
Mönnun og samsetning starfsfólks
Þættir er varða starfsfólk, s.s. starfsmannavelta, veikindahlutfall og stunguóhöpp
Öryggisreglur – til staðar og þeim fylgt
Gæðavísar er snerta árangur meðferðar
Dæmi um gæðavísa í geðheilbrigðisþjónustu
Aðgengi – biðtími
Aðgengi utan dagvinnutíma
Niðurstöður þjónustukannana
Þátttaka sjúklinga í eigin meðferðarferli
Mat á sjálfsvígshættu með viðurkenndum aðferðum
Fræðsla um sjúkdóm, þ.e. orsakir, einkenni, meðferð, horfur og von
Efling geðheilbrigðis, svo sem varðandi svefn, næringu, hreyfingu, geðrækt, lyfjanotkun, fjölskyldu og vinnu
Fjöldi atvika
Notkun viðurkenndra mælikvarða við mat á kvíða og þunglyndi
Hlutfall bráðra endurinnlagna
Dæmi um gæðavísa í heilsugæslu
Framboð þjónustu
Bið eftir tíma
Niðurstöður þjónustukannana
Geðrænum kvillum sinnt á stöðinni, svo sem með aðkomu sérfróðra aðila á því sviði
Hlutfall skráðra á heilsugæslustöðinni sem leitar beint til sérfræðinga, með og án tilvísunar
Heilsuefling – Lífsstíll
Hreyfiseðlar – umfang
Munn- og tannheilsa
2 ½ árs (Ungbarnavernd)
Hlutfall 2 ½ árs barna tannburstuð að lágmarki tvisar á dag
12 ára (Skólaheilsugæsla)
Hlutfall 12 ára barna sem bursta tennurnar að lágmarki tvisar á dag
65–74 (79) ára og 80+ (Heimaþjónusta)
Hlutfall einstaklinga með 10 eða fleiri tennur í hvorum gómi
Hlutfall tannlausra einstaklinga
Heilsugæsla – forvarnir
Brjóstagjöf – tímalengd
Bólusetningaþekjun
Bólusetningar barna
Inflúensubólusetningar
Bólusetning v. lungnabólgu
Skráning reykinga/tóbaksnotkunar í sjúkraskrá
Skráning mikilvægra bakgrunnsupplýsinga um einstaklinga og fjölskyldur
Meðgönguvernd
Fjöldi skoðana
BMI (Body Mass Index) skráð
Ung- og smábarnavernd
EPDS (Edinburgh Postnatal Depression Scale) notaður
Þjónustuþekjun á hverju lykilaldursskeiði: Heimaþjónusta, 6 vikna, 3 mán.,
6 mán., 10 mán., 18 mán., 2 ½ árs, 4 ára, (a.m.k. 90% sem mark)Þekjun á notkun Peds – mati foreldra á þroska barna
Þekjun á notkun BRIGANCE-þroskaskimunarmatstækis
BMI skráð
Skólaheilsugæsla
Heilsueflandi viðtal: fjöldi barna í 1., 4., 7. og 9. bekk ( 95% mark)
Hve margir vigtaðir (90% mark), BMI
Langvinnir sjúkdómar
Astmi – fjöldi heimsókna astmasjúklinga á bráðamóttöku og innlögn á sjúkrahús
Geðsjúkdómar
Greiningarsamtal um áfengisnotkun
Skimun fyrir þunglyndi hjá ungum karlmönnum í áhættu að mati fagaðila
Skimun fyrir þunglyndi hjá einstaklingum í áhættu að mati fagaðila
Skimun fyrir heimilisofbeldi hjá einstaklingum í áhættu að mati fagaðila
Lyfjamál
Ítarleg yfirferð yfir lyfjanotkun árlega hjá einstaklingum 65 ára og eldri
Hlutfall breiðvirkra sýklalyfjagjafar af heildarsýklalyfjagjöf
Skráning
Skráning sjúkdóms- og hjúkrunargreininga eftir viðurkenndum flokkunarkerfum
Skráning tengd rauntímaupplýsingum
Dæmi um gæðavísa í hjúkrunarþjónustu
Tíðni byltna
Ánægja sjúklinga með:
Hjúkrun
Verkjameðferð
Fræðslu
Þjónustu
Tíðni þrýstingssára
Samsetning hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks
Starfsánægja hjúkrunarfræðinga
Heildarhjúkrunarstundir pr. sjúkling/sólarhring
Fjöldi byltna
Sjá nánar:
The Online Journal of Issues in Nursing
Sykeplejen. Verd å vite om kvalitetsindikatorer
Dæmi um gæðavísa sem tengjast sjúkraþjálfun
Hlutfall sjúklinga með BMI utan viðmiðunarmarka þar sem aðgerðaáætlun er skráð
Hlutfall sjúklinga með sykursýki þar sem mat er gert á fótabúnaði
Hlutfall sjúklinga, 65 ára og eldri, með sögu um byltu(r) sem hafa fengið byltumat
Hlutfall sjúklinga með skráða verki þar sem verkjamat er gert fyrir meðferð
Sjá nánar: Journal of the American Physical Therapy Association
Dæmi um gæðavísa í tannheilbrigðisþjónustu
Grunngæðavísar
Fjöldi íbúa miðað við löggilta starfsmenn tannverndar undir eftirlaunaaldri
Fjöldi íbúa miðað við virka starfsmenn tannheilbrigðisþjónustu undir eftirlaunaaldri
Fjöldi tannlækna undir eftirlaunaaldri miðað við aðra starfsmenn tannverndar
Kostnaður við tannvernd á íbúa.
Ferligæðavísar
Hlutfall (%) íbúa sem hefur leitað til tannheilbrigðisþjónustunnar á einu ári
Tannburstunartíðni (oftar en einu sinni á dag)
Neysla gosdrykkja er innihalda sykur
Árangursgæðavísar
Hlutfall skoðaðra barna og unglinga sem eru laus við tannskemmdir
Meðalgildi dmft-tannátustuðuls hjá börnum og unglingum
Sic-mælikvarði á tíðni tannskemmda
Hlutfall (%) tannlausra íbúa á aldrinum 65–74 ára (Heilsa og líðan)
Hlutfall (%) einstaklinga á aldrinum 65–74 ára sem hafa að minnsta kosti 20 tennur eftir í munninum (Heilsa og líðan)
Aðrir gæðavísar
Hlutfall (%) íbúa sem leitar reglulega til tannheilbrigðisþjónustunnar
Tannheilsa (munnheilsa) að eigin mati
Tyggingarhæfni að eigin mati
Sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun (í lögum er hugtakið dagdvöl notað, í stað dagþjálfun), er frábrugðin annarri heilbrigðisþjónustu fyrir fullorðið fólk. Hún er veitt lögráða fólki sem í langflestum tilvikum hefur ekki óskað eftir henni og veit oft ekki í hvaða tilgangi hún er veitt né hvað í henni felst. Ættingjar og fagaðilar hafa oftast frumkvæðið.
Mjög algengt er að einstaklingar með heilabilun sýni framför hvað vitræn einkenni og andlega líðan varðar eftir að meðferð í sérhæfðri dagþjálfun hefst. Það eru þó fleiri sem njóta góðs af. Nánasti ættingi fær hvíld frá ábyrgð og samfélagið þarf seinna en ella að greiða fyrir sólarhringsvistun á hjúkrunarheimili, sem er dýrasta úrræðið. Í sumum tilvikum getur dagþjálfunin veitt maka sjúklingsins tækifæri til að vera lengur á vinnumarkaði en ella hefði orðið.
Sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilum - nánari lýsing.
Gæðavísar í sérhæfðri dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun
Aðgengi að þjónustu:
Gæðayfirlýsing
Einstaklingar með heilabilun fái úthlutað plássi í sérhæfða dagþjálfun innan 90 daga frá því umsókn var skráð.
Gæðavísir 1
Hlutfall einstaklinga með heilabilun sem fá úthlutað plássi í sérhæfða dagþjálfun innan 90 daga frá því umsókn var skráð. Tímabil mælingar: 12 mánuðir eða almanaksár.
Gæðaviðmið: Meira en 80% einstaklinga fái úthlutað plássi í sérhæfða dagþjálfun innan 90 daga frá því umsókn var skráð.
Notendamiðuð þjónusta
Gæðayfirlýsing
Allir einstaklingar með heilabilun sem notið geta góðs af sérhæfðri dagþjálfun og aðstandendur þeirra fái þjónustu byggða á bestu þekkingu sem völ er á. Borin er virðing fyrir þeirra þörfum og væntingum.
Aðstandendur einstaklinga í sérhæfðri dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun séu vel upplýstir og upplifi stuðning fá fagaðilum.
Gæðavísir 2
Miðgildi meðferðartíma einstaklinga sem útskrifast úr dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun sé 18 mánuðir eða lengri. Tímabil mælingar: 12 mánuðir eða almanaksár.
Gæðaviðmið: Miðgildi meðferðartíma einstaklinga sem útskrifast úr dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun sé 18 mánuðir eða lengur.Gæðavísir 3
Fjöldi einstaklinga sem útskrifast úr dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun innan við tveimur mánuðum frá innskrift.
Gæðaviðmið: Færri en fimm miðað við 20 pláss.Gæðavísir 4
Hlutfall aðstandendenda sem upplifa sig fá góða fræðslu, þjónustu og stuðning frá starfsfólki samkvæmt árlegri staðlaðri þjónustukönnun.
Gæðaviðmið: Að minnsta kosti 90% aðstandenda upplifa sig fá góða eða mjög góða fræðslu, þjónustu og stuðning frá starfsfólki.
Faglegir meðferðaraðilar
Gæðayfirlýsing
Starfsfólk sem starfar við sérhæfða dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun fær sértæka fræðslu og eða þjálfun um heilabilun.
Gæðavísir 5
Hlutfall starfsfólks sem hefur fengið sértæka þjálfun/fræðslu um heilabilun að minnsta kosti einu sinni á ári.
Gæðaviðmið: 90% starfsfólks eða meira hefur fengið sértæka þjálfun og eða fræðslu að minnsta kosti einu sinni sl. 12 mánuði eða almanaksár.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis