ACG - Þarfavísitala heilsugæslustöðva og gæðaviðmið
Í fjármögnunarkerfi fyrir heilsugæslu er stuðst við aðferðafræði sem byggist á því að fjármagn til rekstrar hverrar heilsugæslustöðvar endurspegli þann sjúklingahóp sem viðkomandi stöð þjónar.
Fjármögnunarlíkan heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, uppfærð útgáfa 2025.
Fjármögnunarlíkan heilsugæslu á landsbyggðinni, uppfærð útgáfa árið 2025.
Að beiðni heilbrigðisráðuneytisins sér embætti landæknis um að reikna út fyrir hverja heilsugæslustöð nokkra af þeim þáttum sem lagðir eru til grundvallar í fjármögnunarkerfinu. Þessir þættir eru þyngdarstuðull, þarfavísitala, markhópur heilsueflandi móttöku og tiltekin gæðaviðmið og áhersluþættir.
Hér á eftir fer stutt lýsing á því hvað liggur að baki útreikningum, hvaða gögn eru notuð og hvernig þyngdarstuðull og afleidd þarfavísitala hverrar heilsugæslustöðvar er nýtt í fjármögnunarkerfinu.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis