Hluti af breytilegu fjármagni sem úthlutað er til heilsugæslustöðva fer eftir stöðu hverrar stöðvar samkvæmt tilteknum gæðaviðmiðum og einu tilteknu átaksverkefni. Þessi gæðaviðmið voru í upphafi valin af velferðarráðuneytinu í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Viðmiðin voru valin með hliðsjón af gæðaviðmiðum sem notuð hafa verið í Svíþjóð þar sem þetta kerfi hefur verið í notkun í nokkur ár og þau aðlöguð að íslenskum veruleika.
Gera má ráð fyrir því að gæðaviðmiðin geti breyst eftir því sem tíminn líður og eftir því hverjar áherslurnar eru hverju sinni.
Gæðaviðmið
Almenn lýsing: Forsendur þess að einstaklingur geti notað þjónustur Heilsuveru er að viðkomandi sé skráður á tiltekna heilsugæslustöð. Við útreikninga á gæðaviðmiðum vegna notkunar á Heilsuveru eru tölfræðigögn sem unnin eru út frá aðgerðasögu notanda (log) í gagnagrunn Heilsuveru. Aðgerðir notanda í Heilsuveru eru flokkaðar niður á heilsugæslustöð viðkomandi. Talinn er fjöldi tímabókana sem notendur bóka á heilsugæslustöð, fjöldi beiðna um lyfjaendurnýjun og fjöldi samskipta sem notandi sendir á heilbrigðisstarfsmann í hverjum mánuði í gegnum Heilsuveru og dreifist fjármagnið hlutfallslega miðað við það.
Nánari afmörkun: Þriðjungur af fjármagni á mánaðargrundvelli er miðaður við fjölda tímabókana, þriðjungur er miðaður við fjölda lyfjaendurnýjana og þriðjungur er miðaður við fjölda samskipta.
Viðmiðunarhópur: Á ekki við
Tímabil mælingar: 1 mánuður
Almenn lýsing: Talinn er fjöldi einstaklinga sem farið hefur verið yfir lyfjalista hjá (úrlausnarkóði LYYF1) eða stofnað miðlægt lyfjakort (úrlausnarkóði LYST1) síðustu 12 mánuði.
Greiðslu vegna viðmiðsins er skipt niður í 12 mánaðargreiðslur. Ef farið er yfir lyfjalista einstaklings aftur innan 12 mánaða frá síðustu yfirferð eða nýtt miðlægt lyfjakort stofnað fyrir einstaklinginn þá endurnýjast tímabilið og greitt verður fyrir yfirferðina næstu 12 mánuðina.
Varðandi yfirferð lyfjalista er miðað við einstaklinga eldri en 60 ára. Aldur einstaklinga er miðaður við síðasta dag þess tímabils sem verið er að meta. Einstaklingur sem er orðinn 60 ára í lok hvers mánaðar er því tekinn með í útreikninginn fyrir þann mánuð þrátt fyrir að hafa ekki verið orðinn 60 ára þegar lyfjalistinn var yfirfarinn. Yfirferð lyfjalista skal fara fram í viðtali við lækni á skráðri heilsugæslustöð viðkomandi sjúklings.
Aldur skiptir ekki máli varðandi greiðslu fyrir stofnun nýs miðlægs lyfjakorts.
Nánari afmörkun: Úrlausnarkóði vegna yfirferðar lyfjalista: LYYF1
Úrlausnarkóði vegna stofnunar nýs miðlægs lyfjakorts: LYST1
Viðmiðunarhópur: Vegna yfirferðar lyfjalista: Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
Vegna stofnunar nýs miðlægs lyfjakorts: Allir einstaklingar með eitt lyf eða fleiri.
Tímabil mælingar: 12 mánuðir
Almenn lýsing: Markmið viðmiðsins er að hlutfall kínólona af sýklalyfjum sem almennt er ávísað vegna þvagfærasýkinga verði undir 10% ávísana. Notkun Ciprofloxacin verði minnkuð.
Talinn er fjöldi kvenna 18 ára og eldri með ávísanir á kínólona sem hlutfall allra ávísana á sýklalyf sem almennt er ávísað vegna þvagfærasýkinga meðal kvenna.Nánari afmörkun:
Kínólonar-sýklalyf: ATC kóðar: J01MA02 og J01MA06 sem skráð eru sem úrlausnir
Önnur sýklalyf vegna þvagfærasýkinga: ATC kóðar: J01CA08, J01EA01 eða J01XE0
Viðmiðunarhópur: Allar konur 18 ára og eldri
Tímabil mælingar: 1 mánuður (síðasti mánuður áður en útreikningar fara fram).
Almenn lýsing: Talinn er fjöldi einstaklinga 60 ára og eldri og einstaklingar með skráðar sjúkdómsgreiningar í tilteknum sjúkdómaflokkum sem fengið hafa inflúensubólusetningu, sem hlutfall af einstaklingum sem tilheyra þessum hópum.
Aldur einstaklinga er miðaður við síðasta dag þess tímabils sem verið er að meta. Einstaklingur sem er orðinn 60 ára í lok mánaðar er því tekinn með í útreikninginn fyrir þann mánuð þrátt fyrir að hafa ekki verið orðinn 60 ára þegar inflúensubólusetning var gefin.
Nánari afmörkun: Bólusetningar skráðar með ATC kóða: J07BB01, J07BB02 og J07BB03
Viðmiðunarhópur: 60 ára og eldri eða einstaklingar með virkar sjúkdómsgreiningar í eftirfarandi sjúkdómaflokkum (sjá lista yfir ICD-10 sjúkdómsgreiningar):
Sykursýki
Blóðþurrðarhjartasjúkdómar
Langvinn lungnateppa
Astmi
Tímabil mælingar: 15 mánuðir
Almenn lýsing: Talinn er fjöldi einstaklinga með skráðan blóðþrýsting og virkar ICD-10 greiningar í tilteknum sjúkdómaflokkum sem hlutfall af heildarfjölda einstaklinga sem tilheyra þessum hópum.
Nánar afmörkun: Mæling: Blóðþrýstingur skráður í þar til gerð hólf í mælingahluta samskiptaseðla eða í mælingareiningu.
Viðmiðunarhópur: Einstaklingar með virkar ICD-10 greiningar í eftirfarandi sjúkdómaflokkum (sjá lista yfir ICD-10 sjúkdómsgreiningar):
Sykursýki
Háþrýstingur
Blóðþurrðarhjartasjúkdómar
Langvinn lungnateppa
Tímabil mælingar: 15 mánuðir
Almenn lýsing: Talinn er fjöldi einstaklinga þar sem skráð hefur verið að þeir hafi verið spurðir um reykingar og eru með virkar ICD-10 greiningar í tilteknum sjúkdómaflokkum sem hlutfall af heildarfjölda einstaklinga sem tilheyra þessum hópum. Skráning reykinga er skoðuð út frá viðeigandi mælingu, úrlausnarkóða og sjúkdómsgreiningarkóða. Ef eitt eða fleiri þessara atriða eru skráð þá telst viðmiðið uppfyllt.
Nánar afmörkun: Mæling: Reykingar skráðar í þar til gerð hólf í mælingahluta samskiptaseðla.
Úrlausnarkóði: WSPR1.
Sjúkdómsgreining (ICD-10): F17 ásamt öllum undirflokkum.
Viðmiðunarhópur: Einstaklingar með virkar ICD-10 greiningar í eftirfarandi sjúkdómaflokkum (sjá lista yfir ICD-10 sjúkdómsgreiningar):
Sykursýki
Háþrýstingssjúkdómar
Blóðþurrðarhjartasjúkdómar
Langvinn lungnateppa
Tímabil mælingar: 15 mánuðir.
Almenn lýsing: Talinn er fjöldi einstaklinga með skráða BMI-mælingu og virkar ICD-10 greiningar í tilteknum sjúkdómaflokkum sem hlutfall af heildarfjölda einstaklinga sem tilheyra þessum hópum.
Nánari afmörkun: Mæling: BMI-mæling skráð í þar til gerð hólf í mælingahluta samskiptaseðla eða í mælingareiningu.
Viðmiðunarhópur: Einstaklingar með virkar ICD-10 greiningar í eftirfarandi sjúkdómaflokkum (sjá lista yfir ICD-10 sjúkdómsgreiningar):
Sykursýki
Háþrýstingur
Blóðþurrðarhjartasjúkdómar
Langvinn lungnateppa
Tímabil mælingar: 15 mánuðir.
Almenn lýsing: Reiknað er hlutfall barna sem hafa fengið 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára bólusetningar.
Nánari afmörkun:
12 mánaða: Þrír skammtar af bólusetningu gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenze sjúkdómi af gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu (Pentavac). Pneumókokkum í annarri sprautu (Synflorix).
18 mánaða: Einn skammtur af bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu (M-M-RVAXPRO).
4 ára: Einn skammtur af bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta í einni sprautu (Boostrix) eftir þriggja ára afmælisdaginn.
Viðmiðunarhópur:
12 mánaða: Fæðingarárgangur sem verður 2 ára á árinu.
18 mánaða: Fæðingarárgangur sem verður 3 ára á árinu.
4 ára: Fæðingarárgangur sem verður 5 ára á árinu.
Almenn lýsing: Talinn er fjöldi einstaklinga með skráðan úrlausnarkóða spirometria.
Nánari afmörkun:
Úrlausnarkóði: WQFJ3 (Flokkunarkerfi STARRI)
Úrlausnarkóði: VGX30 (Flokkunarkerfi NCSP)
Úrlausnarkóði: GXF434 (Flokkunarkerfi NCSP-IS)
Viðmiðunarhópur: Einstaklingar skráðir á heilsugæslustöðina
Tímabil mælingar: 36 mánuðir
Almenn lýsing: Reiknað er hlutfall unglinga sem við útskrift úr 10. bekk hafa fengið bólusetningar gegn barnaveiki, stífkrampa, kighósta, mænusótt, mislingum, hettusótt og rauðum hundum (yfirleitt gefið 12 og 14 ára unglingum) og hlutfall stúlkna sem hafa fengið tvær bólusetningar gegn leghálskrabbameini.
Nánari afmörkun:
DTP-IPV bóluefni gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænusótt (Boostrix Polio). Ein sprauta á síðustu 5 árum.
MMR bóluefni gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (M-M-RVAXPRO). Ein sprauta á síðustu 4 árum.
HPV bóluefni gegn human papilloma veiru sem getur aukið líkur á leghálskrabbameini (Cervarix og Gardasil). Tvær sprautur á síðustu 5 árum hjá stúlkum. Drengir bætast við frá og með fæðingarárgangi 2011.
Viðmiðunarhópur:
Unglingar sem verða 16 ára á árinu.
DTP-IPV og MMR bæði kyn.
HPV eingöngu stúlkur (þar til árgangur 2011 verður 16 ára).
Almenn lýsing: Talinn er fjöldi einstaklinga með háþrýsting sem nær meðferðamarkmiðum í blóðþrýstingsmælingu, 140/90 eða lægra í það minnsta einu sinni á 15 mánaða tímabili. Reiknað sem hlutfall af heildarfjölda einstaklinga sem hafa virkar ICD-10 háþrýstingsgreiningar.
Nánari afmörkun: Blóðþrýstingsmæling skráð í þar til gerð hólf í mælingahluta samskiptaseðla eða í mælingareiningu.
Viðmiðunarhópur: Einstaklingar með virkar ICD-10 greiningu fyrir háþrýsting (sjá lista yfir ICD-10 sjúkdómsgreiningar).
Tímabil mælingar: 15 mánuðir.
Almenn lýsing: Hlutfall einstaklinga sem mæta í viðtal hjá lækni, hjúkrunarfræðingi, ljósmóður eða sálfræðingi á sinni heilsugæslustöð í það minnsta einu sinni á 15 mánaða fresti.
Nánari afmörkun: Fjöldi einstaklinga með virkar ICD-10 greiningar fyrir sykursýki, langvinnri lungnateppu, háþrýstingi, blóðþurrðarhjartasjúkdómum, lyndisröskunum og langvinnri nýrnabilun sem eiga viðtal á heilsugæslustöð. Hlutfall reiknað af öllum einstaklingum í viðmiðunarhóp.
Viðmiðunarhópur: Einstaklingar með virkar ICD-10 greiningar í eftirfarandi sjúkdómaflokkum (sjá lista yfir ICD-10 sjúkdómsgreiningar):
Sykursýki
Blóðþurrðarhjartasjúkdómar
Langvinn lungnateppa
Háþrýstingur
Lyndisröskun
Langvinn nýrnabilun
Tímabil mælingar: 15 mánuðir.
Almenn lýsing: Hlutfall einstaklinga sem fengið hafa afgreidda yfir 300 dagskammta (DDD) af sterkum verkjalyfjum (ópíóðum), (þ.e. lyfjum í flokki N02A) á 12 mánaða tímabili.
Nánari afmörkun: Afgreiddar lyfjaávísanir úr flokki sterkra verkjalyfja (ópíóða, þ.e. N02A án N02AC52 og N02AE01) sem eru yfir 300 dagskömmtum (DDD) á 12 mánuðum. Hlutfall reiknað af öllum með endurteknar ávísanir af N02A (án N02AC52 og N02AE01).
Viðmiðunarhópur: Einstaklingar á lyfjum í flokki N02A (án N02AC52 og N02AE01)
Tímabil mælingar: 12 mánuðir.
Almenn lýsing: Hlutfall einstaklinga með afgreitt yfir 600 dagskömmtum (DDD) af róandi og svefnlyfjum á 12 mánaða tímabili.
Nánari afmörkun: Afgreiddar lyfjaávísanir af róandi og svefnlyfjum úr flokki N05C (án melatóníns N05CH) sem eru yfir 600 dagskömmtum (DDD) á 12 mánuðum. Hlutfall reiknað af öllum með endurteknar ávísanir af N05C (án melatóníns N05CH).
Viðmiðunarhópur: Einstaklingar á róandi lyfjum og svefnlyfjum (án melatónín)
Tímabil mælingar: 12 mánuðir.
Almenn lýsing: Greitt er fyrir túlkaþjónustu í samræmi við notkun og er því talinn fjöldi samskipta þar sem skráð er notkun túlks. Talinn er fjöldi samskipta síðasta mánuð með skráðum úrlausnakóðum (ZZXA00 og ZZXA01). Einnig er talinn fjöldi einstaklinga síðustu 15 mánuði sem hafa fengið túlkaþjónustu með sömu úrlausnarkóðum.
Nánari afmörkun: Úrlausnarkóðar (Flokkunarkerfi NCSP-IS):
ZZXA00 = Túlkur kallaður til (Löggild túlkaþjónusta)
ZZXA01 = Túlkun með aðstoð starfsmanns
Tímabil mælingar: 1 mánuður og 15 mánuðir.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis