Fara beint í efnið

Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, 10. endurskoðun (International Statistical Classification of Diseases and Health Related Problems, 10th revision), kallast ICD-10 í daglegu tali. Flokkunarkerfið er gefið út af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem heldur sérstakar vefsíður um ICD-10 og reglulegar uppfærslur þess. Uppfærslur hér á landi taka mið af fyrirmælum WHO um gildistöku þeirra.

Flokkunarkerfið samanstendur af 20 aðalköflum og mismörgum undirköflum. Aðalkaflarnir skrá ýmist sjúkdómsgreiningar sem tengjast ákveðnum líffærakerfum, eftir tegund sjúkdóms eða orsök hans (svo sem smitsjúkdómar og krabbamein). Enn aðrir skrá tilvik vegna ytri orsaka, svo sem slysa.

Á sjúkrahúsum er gert ráð fyrir nýtingu á fullri nákvæmni þess en í heilsugæslu er heimilt að kóða með þriggja stafa kóðum, nema þegar aðrar kröfur eru um nákvæmni, svo sem með tilkynningarskylda sjúkdóma. Allar breytingar á milli útgáfa eru tíundaðar í Excel-útgáfum, gildistaka nýrra kóða og textabreytingar eða þýðingar.

ICD-10 er notað við skráningu sjúkdómsgreininga og hefur verið birt á bókarformi á ensku og íslensku og í rafrænni umgjörð bæði til vefbirtingar og til notkunar í hugbúnaðarkerfum heilbrigðisstofnana. 

© Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) á höfundarrétt á ICD-10 útgáfunni. Orðanefnd læknafélaganna á höfundarrétt að íslenskri þýðingu sem unnin var 1996.

Leiðbeiningar

ICD-10 skrár

Gagnagrunnsútgáfa fyrir heilbrigðisstofnanir

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis