Fara beint í efnið

Flokkunarkerfi í heilbrigðisþjónustu

Saga flokkunarkerfa á Íslandi

Meginhluta tuttugustu aldarinnar var alþjóðlegt flokkunarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um sjúkdóma- og dánarmein, International Classification of Diseases (ICD), eina kóðaða flokkunarkerfið sem notað var hér á landi sem og í nágrannalöndunum. Upp úr 1980 bættist við flokkunarkerfi til skráningar skurðaðgerða og upp úr 1990 bættust við kerfi til skráningar hjúkrunargreininga og -meðferðar.

Í skýrslu NOMESKO um sögu skráningar í norrænum heilbrigðiskerfum má sjá þar nánari útlistun á þróun skráningar og notkunar flokkunarkerfa á öllum Norðurlöndunum (Health Classifications in the Nordic Countries. Historic development in a national and international perspective 2006).

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis