Fara beint í efnið

Norræn flokkun aðferða og aðgerða í skurðlækningum (NCSPNOMESCO Classification of Surgical Procedures) er samnorrænt flokkunarkerfi sem byggir á hefðum í skurðlækningum á Norðurlöndunum. Kerfið er gefið út af Norræna heilbrigðistölfræðiráðinu, NOMESCO.

Flokkunarkerfið samanstendur af 15 aðalköflum skurðaðgerða, sem raðað er eftir starfrænni líffærafræði líkamans, fjórum aukaköflum sem innihalda aðferðir til rannsókna og meðferðar í tengslum við skurðaðgerðir, og loks einum kafla með viðbótarlýsingum, sem eiga við hina kaflana. NCSP-kóðarnir samanstanda af þremur bókstöfum og tveimur tölustöfum.

NCSP flokkunarkerfið hefur verið í notkun á Íslandi síðan 1997 og inniheldur nokkra íslenska viðaukakóða svokallaða V-kóða sem m.a. eru notaðir til að lýsa hjartaþræðingum o.fl. 

NCSP flokkunarkerfið, sem verið hefur í notkun á Íslandi, er þýðing enskrar útgáfu kerfisins, en hún er sameiginleg grunnútgáfa flokkunarkerfisins fyrir öll Norðurlöndin. Nálgast má flokkunarkerfið á vefnum skafl.is. Enska útgáfu NCSP er að finna í pdf-skjali á vef NOMESCO. Enska útgáfa NCSP-flokkunarkerfisins var síðast uppfærð árið 2014. 

NCSP flokkunarkerfið hefur undanfarin ár þróast í áttina að sérútbúnum landskóðum hvers lands fyrir sig, þar á meðal á Íslandi. Flokkunarkerfið er ýmsum takmörkunum háð og þannig upp byggt að það er orðið erfitt að koma við nýjum kóðum.

Embætti landlæknis gefur út sérstaka landsútgáfu af NCSP sem kallast NCSP-IS og gefur sú skrá möguleika á ítarlegri skráningu í dag.

NordDRG gefur síðan út sérstaka vörpunarskrá NCSP+ þar sem landskóðar Norðurlandanna varpast í NCSP

© Nordic Medico-Statistical Committee (NOMESCO) á höfundarrétt á NCSP útgáfunni. Örn Bjarnason á höfundarrétt á íslenskum þýðingu NCSP.

NCSP skrár

  • NCSP 2014. Styttri útgáfa án skýringartexta. Útgefið 2014

  • NCSP 2014. Skýringartextar á ensku og íslensku. Útgefið 2014

Gagnagrunnsútgáfa fyrir heilbrigðisstofnanir




Þjónustuaðili

Embætti land­læknis