Flokkunarkerfi í heilbrigðisþjónustu
NCSP-IS
Embætti landlæknis gefur út sérstaka landsútgáfu afleidda af NCSP+ vörpunarskránni og kallast hún NCSP-IS. Í NCSP-IS eru allir gildir kóðar NCSP+ frá 2007 en hinum séríslensku V-kóðum úr NCSP sleppt. Þar sem um vörpunarskrá er að ræða en ekki flokkunarkerfi, þá fylgja NCSP-IS kóðum ekki skýringartextar. Mælt er með notkun á NCSP-IS við skráningu aðgerða í heilbrigðisþjónustunni, sérstaklega hvað varðar DRG fjármögnun á Íslandi. Skráning með NCSP-IS er mun ítarlegri í dag en skráning NCSP flokkunarkerfisins, þar sem NCSP hefur síðastliðin ár þróast í áttina að sérstökum landskóðum hvers lands fyrir sig sem síðan er varpað í sérstaka NCSP+ skrá.
Á vegum Norrænnar miðstöðvar um kostnaðargreiningu, Nordic Casemix Centre eru kóðar úr landsútgáfum NCSP fyrir Norðurlöndin öllum varpað árlega í skrá sem nefnist NCSP+ (auðkennd hverju ári fyrir sig). Hún er nýtt til samræmingar við kostnaðargreiningu heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum.
Kóðar NCSP+ (og NCSP-IS) byggja á grunnskipulagi NCSP flokkunarkerfisins með þremur bókstöfum og tveimur tölustöfum, en við bætist einn aukastafur í þriðja sæti og gefur hann til kynna um hvers konar inngrip er að ræða.
Þriðji stafurinn í NCSP+ gefur til kynna eitt af eftirtöldu:
A - svæfingu (anesthesia)
D - geislagreiningu (diagnostic radiology)
E - holspeglun (endoscopy)
F - lífeðlisfræðilegt próf (physiological examination)
O - krabbameinsmeðferð (oncology)
R - endurhæfingu (rehabilitation)
S - skurðaðgerð (surgery)
X - annað inngrip (other procedure)
Z - sérstakar kringumstæður (special circumstances).
© Nordic Medico-Statistical Committee (NOMESCO) á höfundarrétt á NCSP+ útgáfunni. Örn Bjarnason á höfundarrétt á íslenskum þýðingum sem notaðar eru úr NCSP.
NCSP-IS (NCSP+) skrár
NCSP-IS 2014. Útgefið 2014.
Vörpun V-kóða NCSP í NCSP-IS. Útgefið 2007.
Gagnagrunnsútgáfa fyrir heilbrigðisstofnanir
NCSP-IS 2014. Útgefið 2014
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis