Fara beint í efnið

Gæðavísar í heilbrigðisþjónustu

Nánar um heilsu- og gæðavísa

Gæðavísir í heilbrigðisþjónustu er mælikvarði sem gefur vísbendingu um hvort gæði meðferðar og umönnunar sem veitt er sé í samræmi við viðurkennd viðmið (sbr. reglugerð um gæðavísa).

  • Markmið með notkun gæðavísa er að fylgjast með gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að því að þessir þættir séu sýnilegir þannig að notendur heilbrigðisþjónustu, stjórnvöld, stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmenn hafi tæki í höndum til að leggja mat á gæði þjónustunnar og taka ákvarðanir á faglegum og upplýstum grundvelli.

  • Markmið með notkun þeirra er enn fremur að veita heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisstofnunum aðhald við veitingu heilbrigðisþjónustu, auka gæðavitund þeirra, skapa samkeppni á milli þeirra um árangur og gæði og stuðla þannig að umbótum innan heilbrigðisþjónustunnar.

Gæðavísar fyrir fjölbreytt svið

Mikilvægt er að þróa gæðavísa fyrir fjölþætt svið heilbrigðisþjónustunnar og hægt er að nýta slíka gæðavísa við eftirlit á heilbrigðisstofnunum. Til að hægt sé að fylgjast með gæðavísunum þarf öfluga skráningu og gagnagrunna.

Minna má þó á að gæðavísar eru vísbendingar um gæði en ekki gagnreynd vísindi.

Birting gæðavísa

Embætti landlæknis birtir árlega yfirlit yfir gæðavísa og heilsuvísa á vef embættisins. Þar kemur einnig fram yfirlit yfir stöðu heilbrigðismála á Íslandi í samanburði við nokkur önnur aðildarlönd Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.

Erlendir vefir um gæðavísa

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis