Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Gæðavísar í heilbrigðisþjónustu

Nánar um heilsu- og gæðavísa

Gæðavísir í heilbrigðisþjónustu er mælikvarði sem gefur vísbendingu um hvort gæði meðferðar og umönnunar sem veitt er sé í samræmi við viðurkennd viðmið.

  • Markmið með notkun gæðavísa er að fylgjast með gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að því að þessir þættir séu sýnilegir þannig að notendur heilbrigðisþjónustu, stjórnvöld, stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsfólk hafi tæki í höndum til að leggja mat á gæði þjónustunnar og taka ákvarðanir á faglegum og upplýstum grundvelli.

  • Markmið með notkun gæðavísa er enn fremur að veita heilbrigðisstarfsfólki og heilbrigðisstofnunum aðhald við veitingu heilbrigðisþjónustu, auka gæðavitund, skapa samkeppni um árangur og gæði og stuðla þannig að umbótum innan heilbrigðisþjónustunnar.

Gæðavísar fyrir fjölbreytt svið

Mikilvægt er að þróa gæðavísa fyrir fjölþætt svið heilbrigðisþjónustunnar en hægt er að nýta gæðavísa við eftirlit á heilbrigðisstofnunum. Til að hægt sé að fylgjast með gæðavísunum þarf öfluga samræmda skráningu og gagnagrunna.

Mikilvægt er að hafa í huga að gæðavísar gefa vísbendingar um gæði en eru ekki gagnreynd vísindi.

Birting gæðavísa

Lykilvísar heilbrigðisþjónustu. Embætti landlæknis birtir árlega svokallað lykilvísa heilbrigðisþjónustu. Markmið útgáfu lykilvísanna er að auðvelda aðgengi að mælikvörðum sem gefa vísbendingar um tiltekna lykilþætti er varða heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvernig þeir eru í samanburði við nágrannalöndin. Valið var úr safni vísa sem skilgreindir hafa verið af Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og byggja á gagnreyndri þekkingu.

Gæði þjónustu á hjúkrunarheimilum. Embætti landlæknis birtir einnig svokallaða interRAI gæðavísa sem notaðir eru til þess að fylgjast með gæðum þjónustunnar á hjúkrunarheimilum.

Erlendir vefir um gæðavísa

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis