Lykilvísar heilbrigðisþjónustu
Til að stækka mælaborðið er smellt á örvar neðst í hægra horni þess.
Með lykilvísum er átt við mikilvægar mælanlegar breytur sem reiknaðar eru til þess að veita yfirsýn yfir tiltekinn málaflokk á hverjum tíma og yfir tíma. Markmið útgáfu lykilvísa heilbrigðisþjónustu er að auðvelda aðgengi að mælikvörðum sem gefa vísbendingar um tiltekna lykilþætti er varða heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvernig þeir eru í samanburði við nágrannalöndin. Stefnt er að árlegri útgáfu lykilvísana til að gefa til kynna þróun yfir tíma.
Valið var úr safni vísa sem skilgreindir hafa verið af framfarastofnuninni (OECD) og byggja á gagnreyndri þekkingu. Fyrir valinu urðu 34 lykilvísar og er þeim skipt í þrjá meginflokka:
Fjárfesting
Aðgengi og forvarnir
Árangur og gæði
Það er von embættisins að útgáfa á lykilvísum heilbrigðisþjónustu muni styðja við ákvarðanatöku heilbrigðisyfirvalda og stjórnenda í heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að hámarka árangur og gæði þjónustunnar.
Fréttir um lykilvísa
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis