Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lykilvísar heilbrigðisþjónustu

Til að stækka mælaborðið er smellt á örvar neðst í hægra horni þess.

Með lykilvísum er átt við mikilvægar mælanlegar breytur sem reiknaðar eru til þess að veita yfirsýn yfir tiltekinn málaflokk á hverjum tíma og yfir tíma. Markmið útgáfu lykilvísa heilbrigðisþjónustu er að auðvelda aðgengi að mælikvörðum sem gefa vísbendingar um tiltekna lykilþætti er varða heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvernig þeir eru í samanburði við nágrannalöndin. Stefnt er að árlegri útgáfu lykilvísana til að gefa til kynna þróun yfir tíma.

Valið var úr safni vísa sem skilgreindir hafa verið af Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og byggja á gagnreyndri þekkingu. Fyrir valinu urðu 34 lykilvísar og er þeim skipt í þrjá meginflokka:

  1. Fjárfesting

  2. Aðgengi og forvarnir

  3. Árangur og gæði

Það er von embættisins að útgáfa á lykilvísum heilbrigðisþjónustu muni styðja við ákvarðanatöku heilbrigðisyfirvalda og stjórnenda í heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að hámarka árangur og gæði þjónustunnar.

Fréttir um lykilvísa

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis