Fara beint í efnið

Rekstaraðilar í heilbrigðisþjónustu þurfa að uppfylla ákveðnar faglegar lágmarkskröfur til að mega hefja starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu og skal liggja fyrir staðfesting embættis landlæknis þess efnis áður en starfsemin hefst.

Upplýsingar í tilkynningu um fyrirhugaðan rekstur heilbrigðisþjónustu eru forsendur þess að embætti landlæknir geti metið hvort hægt sé að staðfesta að reksturinn teljist uppfylla faglegar lágmarkskröfur.

Lög og reglugerðir

Fjallað er um faglegrar lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu í IV. kafla reglugerðar um eftirlit embættis landlæknis með rekstri heilbrigðisþjónustu og faglegar lágmarkskröfur. Embætti landlæknis setur, samkvæmt reglugerðinni, fram faglegar lágmarkskröfur varðandi húsnæði, aðstöðu, tæki, búnað og mönnun. Einnig ber að fylgja fyrirmælum sem embættið kann að gefa út með heimild í. 12. gr. IV. kafla reglugerðarinnar.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis