Embætti ríkislögmanns er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðneytið. Embættið rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess fyrir innlendum dómstólum og sinnir einnig málflutningi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólnum. Þá fer ríkislögmaður með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkinu.
Skýrslur
Á hverjum tíma er að jafnaði rekin um það bil eitthundrað og tuttugu dómsmál og svipaður fjöldi af bótakröfum og öðrum erindum.