Fara beint í efnið

Um embættið

Embætti ríkislögmanns er stofnað með lögum nr. 51/1985, sem tóku gildi 1. janúar 1986. Ríkislögmaður heyrir undir Stjórnarráðið og er skipaður af forsætisráðherra til fimm ára í senn.

Helstu verkefni embættisins eru rekstur dómsmála fyrir ríkið og stofnanir þess. Er þar aðallega um að ræða vörn einkamála fyrir dómstólum og eftir atvikum gerðardómum. Ríkislögmaður annast einnig sókn þeirra mála sem ríkið höfðar á hendur öðrum.

Ríkislögmaður fer einnig með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkinu og auk þess geta ráðherrar óskað lögfræðilegs álits hans um einstök málefni og aðstoðar við vandasama samningagerð.

Utan starfssviðs ríkislögmanns falla dómsmál sem ríkisbankar eða fjárfestingalánasjóðir í eigu ríkisins eiga aðild að. Ennfremur dómsmál til innheimtu opinberra gjalda, orlofsfjár, viðskiptaskulda eða hliðstæðra krafna nema ráðherra, sem hlut á að máli, óski atbeina ríkislögmanns við meðferð einstakra mála. Hið sama gildir um mál sem rekin eru fyrir kjararáði.

Við embætti ríkislögmanns starfa auk hans lögfræðingar sem ríkislögmaður getur falið einstök mál sem embættið hefur til meðferðar enda fullnægi þeir lagaskilyrðum til að flytja slík mál. Ríkislögmaður getur ennfremur falið hæstaréttar- eða héraðsdómslögmönnum utan embættisins meðferð einstakra mála að fengnu samþykki þeirrar ríkisstofnunar sem hlut á að máli.

Ríkis­lög­maður

Heimilisfang

Hverfisgata 4 - 6

101 Reykjavík

Opnunartími skrifstofunnar

Mánudaga - fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga: 09:00 - 12:00

Hafðu samband

Sími: 545 8490

postur@rlm.is