Heilbrigðisstofnun Vesturlands veitir heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vesturlands sem nær frá Akranesi og Hvalfjarðarsveit til Húnaþings vestra.
Vaktsími 1700
Lyfjaendurnýjun
Vaktsími 1700
Vaktþjónusta utan dagvinnutíma er ætluð einstaklingum sem þarfnast læknishjálpar samdægurs vegna skyndiveikinda eða sambærilegra atvika. Hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf og leiðbeiningar og hafa samband við lækni þegar þörf krefur.
Vaktsími allra starfstöðva er 1700.
Í neyðartilvikum hringið í 112!
Lyfjaendurnýjun
Hægt er að endurnýja föst lyf rafrænt í gegnum Heilsuveru.
Í símatímum heilbrigðisgagnafræðinga á heilsugæslustöðvum HVE, nánari upplýsingar eru hér fyrir neðan.
Heilsuvera
Lyfjaendurnýjanir, samskipti og tímabókanir fara einnig fram í Heilsuveru á slóðinni heilsuvera.is.
Fréttir og tilkynningar
Gjafir til heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi
Heilsugæslustöðin í Borgarnesi er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga marga velunnara og nýlega tóku Oddný Eva Böðvarsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur, Hildigunnur Þórsdóttir heimilislæknir og Rósa Marinósdóttir fyrrverandi yfirhjúkrunarfræðingur formlega við gjöfum frá þremur góðgerðarfélögum.
Gott að eldast – Undirritun samnings um rekstur samþættrar heimaþjónustu fyrir aldraða í Húnaþingi vestra
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) og Sveitarfélagið Húnaþing vestra hafa undirritað samning um rekstur samþættrar heimaþjónustu fyrir eldri borgara í Húnaþingi vestra. Samningurinn byggir á þátttöku í þróunarverkefni stjórnvalda „Gott að eldast“ sem samþykkt var á Alþingi þann 10. maí 2023.