Lyfjaendurnýjanir
Hægt er að endurnýja föst lyf
rafrænt í gegnum Heilsuveru
í símatímum á heilsugæslustöðvum HVE, nánari upplýsingar eru hér fyrir neðan.
Reglur um lyfjaendurnýjanir á HVE:
Lyfjaendurnýjun í síma á aðeins við um FÖST lyf.
Ekki verða afgreidd sýklalyf í lyfjaendurnýjun í síma, panta þarf símatíma eða viðtalstíma á stöð.
Eftirritunarskyld lyf eins og sterk verkjalyf má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og þarf að koma á stöð í eftirlit amk. 1 x í mánuði vegna þessa.
Markmiðið verður að draga úr þeirri lyfjanotkun eins og hægt er.Róandi- eða svefnlyf, má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og mest þrisvar sinnum. Eftir það er nauðsynlegt að koma á stofu til læknis ef þörf er á áframhaldandi meðferð.
Allir sem nota lyf að staðaldri ættu að koma á stofu til læknis í eftirlit a.m.k. árlega.
Vinsamlegast farið ekki fram á annað við heilbrigðisgagnafræðinga eða lækna þar sem um samræmdar reglur er að ræða til að bæta gæði þjónustunnar.
Mikilvægt er fyrir sjúklinga að verða ekki lyfjalausir og því best að fá lyf endurnýjuð 3-4 dögum áður en síðasti skammtur er búinn.
Reikna má með að afgreiðsla lyfja taki allt að 2 virka daga.
Hér er hægt að nálgast fræðslumyndbönd um Heilsuveru og notkun hennar.