Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Myndgreining

Myndgreiningadeild HVE Akranesi sinnir röntgen- tölvusneiðmynda- og ómrannsóknum. Allar rannsóknir eru á tölvutæku formi og eru vistaðar í sameiginlegum gagnagrunni á LSH. Úrlestur rannsókna fer yfirleitt fram samdægurs og læknar HVE hafa rafrænan aðgang að niðurstöðum.

Á nokkrum starfsstöðvum HVE fer fram myndgreiningarþjónusta, sem takmarkast við bráðar myndatökur af lungum hjá fullorðnum og útlimamyndir. Úrlestur þessara rannsókna fer fram á sama hátt og hjá myndgreiningadeildinni á Akranesi.

Myndgreiningadeildin á Akranesi er opin milli klukkan 8 og 15 virka daga Sími 432 1090