Meðgönguvernd
Mæðravernd stendur öllum verðandi foreldrum til boða og er þeim að kostnaðarlausu. Mæðravernd er í höndum ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga og heimilislækna og samráð er haft við fæðingarlækna ef þörf er á. Einnig er hægt er að fá símaráðgjöf hjá ljósmóður á hverri stöð
Markmið mæðraverndar
stuðla að heilbrigði móður og barns á meðgöngu
veita faglega umönnun, stuðning, fræðslu og ráðgjöf
greina áhættuþætti og frávik frá eðlilegri meðgöngu sem fyrst og gera viðeigandi ráðstafanir
Ómskoðanir fyrir allt svæðið eru á Akranesi
Tímapantanir í síma 432 1000
Foreldrafræðsla
Námskeið fyrir verðandi foreldra þar sem rætt um frjóvgun, fósturþroska, meðgöngukvilla, slökun og öndun, fæðinguna, sængurlegu og brjóstagjöf.
Þessi námskeið eru haldin á Akranesi og eru opin fyrir alla verðandi foreldra í heilsugæsluumdæmi HVE.