Sjúkrahús HVE Akranesi
Sjúkrahúsið á Akranesi er umdæmissjúkrahús sem þjónar íbúum heilbrigðisumdæmis Vesturlands og öðrum sem eftir þjónustu leita. Sérstök áhersla er lögð á örugga sólarhringsþjónustu. Auk fyrsta stigs sjúkrahúsþjónustu er þar veitt fjölbreytt sérfræðiþjónusta á sviði lyflækninga, skurðlækninga, bæklunarlækninga sem verið er að efla, kvensjúkdómalækninga og fæðingahjálpar ásamt endurhæfingu, rannsókna- og myndgreiningarþjónustu fyrir inniliggjandi sjúklinga og á göngudeildum.