Farsæld barna
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi.
Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns.
Hlutverk tengiliða
Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu.
Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur.
Hafa samráð við aðra þjónustuveitendur með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra.
Tengiliður HVE vegna farsældar barna
Akranes: Petra Rán Jóhannsdóttir
Borgarnes: Oddný Böðvarsdóttir, Íris Björg Sigmarsdóttir
Búðardalur/Hólmavík: Þórunn B. Einarsdóttir
Grundarfjörður: Dagný Ósk Guðlaugsdóttir
Hvammstangi: Liljana Milenkoska
Ólafsvík: Birna Dröfn Brigisdóttir
Stykkishólmur: Heiða María Elfarsdóttir